Erlent

Múslímar íhuga að stofna dagblað

Múslímar í Danmörku leggja á ráðin um stofnum dagblaðs. Um 170 þúsund múslímar búa í Danmörku og finnst þeim mörgum sem þeir fái litla umfjöllun og athygli í fjölmiðlum. Nýleg könnun leiddi í ljós að 87 prósentum aðspurðra þótti það góð hugmynd að stofna sérstakt dagblað múslíma. Talsmaður vinnuhóps, sem unnið hefur að stofnun dagblaðsins, segir að múslímum fjölgi ört í Danmörku og því ætti að vera markaður fyrir dagblað af þessu tagi. Hann segir jafnframt að sumir múslímar séu áskrifendur að Kristilega dagblaðinu því að það sé eini fjölmiðillinn sem fjalli mikið um trúmál og siðfræði sem séu þau mál sem múslímar vilji gjarnan lesa meira um.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×