Erlent

Hunsa boð Rússa

Forsetar Eistlands og Litháen hafa ákveðið að hunsa boð rússneskra stjórnvalda um að taka þátt í hátíðahöldum í Moskvu í maí vegna loka síðari heimsstyrjaldarinnar. Forseti Lettlands hefur hins vegar þegið boðið. Árið 1941 náðu Þjóðverjar Eystrasaltslöndunum á sitt vald en þremur árum síðar lagði Rauði herinn þau undir sig og innlimaði í Sovétríkin. Andstaða íbúanna var alltaf mikil enda voru Kremlverjar óvandir að meðulum þegar kom að því að eiga við þá. Því voru lok heimsstyrjaldarinnar lítið gleðiefni fyrir Eista, Letta og Litháa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×