Er ekki hvers manns hugljúfi 15. apríl 2005 00:01 Gunnar Ingi Birgisson, stjórnarþingmaður og verðandi bæjarstjóri í Kópavogi, stóð upp á Alþingi síðasta þriðjudag og mótmælti harðlega skiptingu fjármuna milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis í vegamálum og setti sig upp á móti samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fjögurra ára. Þá skaut hann föstum skotum á samflokksmann sinn, Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra. Gunnar kallaði Héðinsfjarðargöng "vitlausa framkvæmd" og benti á að í Norðausturkjördæmi ætti að leggja upphæð til nýframkvæmda sem næmi 250.000 þúsund krónum á hvern íbúa, meðan á höfuðborgarsvæðinu öllu ætti að leggja til nýframkvæmda sem næmi um 37 þúsund krónum á íbúa. Flest árin sagði hann misskiptingu fjármuna til vegagerðar um 20 prósent höfuðborgarsvæðinu í óhag og gagnrýndi sérstaklega hversu mikið Norðvesturkjördæmi samgönguráðherra fengi. "Það eina sem vantar er malbikaður vegur upp á Langjökul," sagði Gunnar, sem syndir í málinu á móti ríkisstjórninni og er maður vikunnar fyrir að fylgja sannfæringu sinni á Alþingi. Þetta er raunar alls ekki í fyrsta sinn sem Gunnar syndir á móti straumnum á Alþingi. Hann lagði í þrígang fram frumvarp um að leyfa hnefaleika áður en það mál fékkst afgreitt, en hér voru hnefaleikar bannaðir frá árinu 1956 til 2001. Áður hafði málið verið fellt og svo dagað uppi í nefnd árið eftir. Að öðru leyti hefur hann á þingi látið sig framkvæmdamál mestu skipta og mál tengd fjármálum sveitarfélaga. Þá var hann líka fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um afléttingu veiðibanns á rjúpu og hefur látið sig skipta refaveiðar og erfðaskattsmál. Gunnar Ingi hefur orð á sér fyrir að vera fastur á sínu og jafnvel uppstökkur svo meira sé. Sumir ganga jafnvel svo langt að tala um að honum hætti til að vera fruntalegur, hvass og erfiður í samskiptum. Eða eins og einn viðmælandi orðaði það, hann er ekki hvers manns hugljúfi. Annar sagði nægja að orða það svo að Gunnar Birgisson væri heljarmenni. "Það er nóg. Honum verður ekki öðruvísi lýst," sagði sá. Þannig hefur oft blásið rækilega um í bæjarstjórninni í Kópavogi, en ef til vill blekkir þar útlit Gunnars og fas líka því hann er stór og mikill, með mikla og drynjandi bassarödd, sem hæpið kann að vera að hann ráði við að beita þannig á fundum að ljúflega leiki í eyrum manna. Gunnar er jafnframt sagður fluggáfaður og með eindæmum talnaglöggur. Ef hætta á sér út í rökræður við hann er því vissara að hafa fast land undir fótum og vera með allar staðreyndir á hreinu. Hann er hins vegar sagður taka gildum rökum og jafnvel vís til að ganga í að lagfæra hluti takist að sannfæra hann. Gunnar I. Birgisson er fæddur í Reykjavík, 30. september árið 1947. Hann er kvæntur Vigdísi Karlsdóttur sjúkraliða, og eiga þau tvær dætur, fæddar 1968 og 1976. Þá á hann hálfbróður á Alþingi, sammæðra, en það er Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks. Gunnar er sprenglærður, stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1972, með verkfræðipróf frá Háskóla Íslands árið 1977, meistarapróf í byggingaverkfræði frá Heriot-Watt háskólanum í Edinborg 1978 og doktorspróf í jarðvegsverkfræði frá Missouri-háskóla í Bandaríkjunum árið 1983. Hann hefur starfað sem verkfræðingur síðan árið 1977 og verið framkvæmdastjóri Klæðningar ehf. frá árinu 1986. Gunnar kom fyrst inn á Alþingi árið 1992 sem varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, en var svo kjörinn á þing árið 1999 og hefur setið þar síðan. Oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi hefur hann verið frá 1990 og formaður bæjarráðs frá sama tíma. Hann hefur setið í stjórnum og gegnt formennsku fjölda samtaka og stjórna auk nefndasetu á vegum Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Gunnar Ingi Birgisson, stjórnarþingmaður og verðandi bæjarstjóri í Kópavogi, stóð upp á Alþingi síðasta þriðjudag og mótmælti harðlega skiptingu fjármuna milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis í vegamálum og setti sig upp á móti samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fjögurra ára. Þá skaut hann föstum skotum á samflokksmann sinn, Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra. Gunnar kallaði Héðinsfjarðargöng "vitlausa framkvæmd" og benti á að í Norðausturkjördæmi ætti að leggja upphæð til nýframkvæmda sem næmi 250.000 þúsund krónum á hvern íbúa, meðan á höfuðborgarsvæðinu öllu ætti að leggja til nýframkvæmda sem næmi um 37 þúsund krónum á íbúa. Flest árin sagði hann misskiptingu fjármuna til vegagerðar um 20 prósent höfuðborgarsvæðinu í óhag og gagnrýndi sérstaklega hversu mikið Norðvesturkjördæmi samgönguráðherra fengi. "Það eina sem vantar er malbikaður vegur upp á Langjökul," sagði Gunnar, sem syndir í málinu á móti ríkisstjórninni og er maður vikunnar fyrir að fylgja sannfæringu sinni á Alþingi. Þetta er raunar alls ekki í fyrsta sinn sem Gunnar syndir á móti straumnum á Alþingi. Hann lagði í þrígang fram frumvarp um að leyfa hnefaleika áður en það mál fékkst afgreitt, en hér voru hnefaleikar bannaðir frá árinu 1956 til 2001. Áður hafði málið verið fellt og svo dagað uppi í nefnd árið eftir. Að öðru leyti hefur hann á þingi látið sig framkvæmdamál mestu skipta og mál tengd fjármálum sveitarfélaga. Þá var hann líka fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um afléttingu veiðibanns á rjúpu og hefur látið sig skipta refaveiðar og erfðaskattsmál. Gunnar Ingi hefur orð á sér fyrir að vera fastur á sínu og jafnvel uppstökkur svo meira sé. Sumir ganga jafnvel svo langt að tala um að honum hætti til að vera fruntalegur, hvass og erfiður í samskiptum. Eða eins og einn viðmælandi orðaði það, hann er ekki hvers manns hugljúfi. Annar sagði nægja að orða það svo að Gunnar Birgisson væri heljarmenni. "Það er nóg. Honum verður ekki öðruvísi lýst," sagði sá. Þannig hefur oft blásið rækilega um í bæjarstjórninni í Kópavogi, en ef til vill blekkir þar útlit Gunnars og fas líka því hann er stór og mikill, með mikla og drynjandi bassarödd, sem hæpið kann að vera að hann ráði við að beita þannig á fundum að ljúflega leiki í eyrum manna. Gunnar er jafnframt sagður fluggáfaður og með eindæmum talnaglöggur. Ef hætta á sér út í rökræður við hann er því vissara að hafa fast land undir fótum og vera með allar staðreyndir á hreinu. Hann er hins vegar sagður taka gildum rökum og jafnvel vís til að ganga í að lagfæra hluti takist að sannfæra hann. Gunnar I. Birgisson er fæddur í Reykjavík, 30. september árið 1947. Hann er kvæntur Vigdísi Karlsdóttur sjúkraliða, og eiga þau tvær dætur, fæddar 1968 og 1976. Þá á hann hálfbróður á Alþingi, sammæðra, en það er Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks. Gunnar er sprenglærður, stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1972, með verkfræðipróf frá Háskóla Íslands árið 1977, meistarapróf í byggingaverkfræði frá Heriot-Watt háskólanum í Edinborg 1978 og doktorspróf í jarðvegsverkfræði frá Missouri-háskóla í Bandaríkjunum árið 1983. Hann hefur starfað sem verkfræðingur síðan árið 1977 og verið framkvæmdastjóri Klæðningar ehf. frá árinu 1986. Gunnar kom fyrst inn á Alþingi árið 1992 sem varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, en var svo kjörinn á þing árið 1999 og hefur setið þar síðan. Oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi hefur hann verið frá 1990 og formaður bæjarráðs frá sama tíma. Hann hefur setið í stjórnum og gegnt formennsku fjölda samtaka og stjórna auk nefndasetu á vegum Alþingis.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun