Erlent

Chirac í kröppum dansi

Jacques Chirac, forseti Frakklands, rær nú öllum árum að því að sannfæra landa sína um að leggja blessun sína yfir stjórnarskrá Evrópusambandsins. Í fyrrakvöld rökræddi hann við 83 unga andstæðinga stjórnarskrárinnar í sjónvarpssal. Hann þótti standa sig ágætlega en var þó í nokkurri vörn. Hver skoðanakönnunin á fætur annarri bendir til þess að Frakkar muni hafna plagginu í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fer fram 29. maí. Verði sú niðurstaðan er afar ólíklegt að stjórnarskráin verði nokkurn tímann að veruleika. Það er hins vegar ekki inntak stjórnarskrárinnar sem stendur í Frökkum heldur óskyld mál á borð við þjónustutilskipun sambandsins og mögulega aðild Tyrklands að sambandinu. Stjórnmálaskýrendur telja að pólitísk framtíð Chiracs sé einnig í húfi. Charles de Gaulle, forveri hans á forsætisstóli, sagði af sér embætti árið 1968 við svipaðar aðstæður. Chirac hefur þó lýst því yfir að hann muni ekki segja af sér hafni Frakkar stjórnarskránni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×