Sport

Tveir þjálfarar úrskurðaðir í bann

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 14. apríl að úrskurða tvo þjálfara í tveggja mánaða leikbann, þá Nóa Björnsson þjálfara Leifturs/Dalvíkur og Jón Steinar Guðmundsson þjálfara Bolungarvíkur.  Báðir þjálfarar tefldu fram leikmanni í Deildabikarkeppni KSÍ sem ekki var skráður á leikskýrslu.  Í báðum tilfellum stendur bannið frá 14. apríl til og með 13. júní og gildir í öllum leikjum innan vébanda KSÍ. Nói Björnsson Eftir leik Leifturs/Dalvíkur og Fjarðabyggðar í deildarbikarkeppni KSÍ 18. mars sl. kom í ljós að Leiftur/Dalvík hafði skráð Kolbein Arinbjarnarson á leikskýrslu þrátt fyrir að hann tæki ekki þátt í leiknum. Hið sanna er að Saso Durasovic lék leikinn og var nafn hans ekki skráð á leikskýrsluna. Saso var á þeim tíma leikmaður KS. Sakir þessa ákvað stjórn KSÍ á fundi sínum 14. apríl sl. að úrskurða, í samræmi við greinar 4.3.4 og 4.4.4 í Reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, Nóa Björnsson þjálfara Leifturs/Dalvíkur í tveggja mánaða leikbann, nánar tiltekið frá 14. apríl til og með 13. júní. Jafnframt er félagið sektað um 30.000 kr. Jón Steinar Guðmundsson Eftir leik Bolungarvíkur og Selfoss í deildarbikarkeppni KSÍ 13. mars sl. kom í ljós að Bolungarvík hafði skráð Rögnvald Magnússon á leikskýrslu þrátt fyrir að hann tæki ekki þátt í leiknum. Hið sanna er að Halldór Skarphéðinsson lék leikinn og var nafn hans ekki skráð á leikskýrsluna. Halldór var á þeim tíma leikmaður BÍ. Sakir þessa ákvað stjórn KSÍ á fundi sínum 14. apríl sl. að úrskurða, í samræmi við greinar 4.3.4 og 4.4.4 í Reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, Jón Steinar Guðmundsson þjálfara Bolungarvíkur í tveggja mánaða leikbann, nánar tiltekið frá 14. apríl til og með 13. júní. Jafnframt er félagið sektað um 30.000 kr.   Þetta kom fram á www.ksi.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×