Erlent

Skotið út í geiminn

Þremur geimförum var skotið út í himingeiminn frá Baikonur í Kasakstan í gærmorgun. Förinni var heitið í alþjóðlegu geimstöðina sem sveimar á sporbaug um jörðu. Geimfararnir þrír eru frá Rússlandi, Bandaríkjunum og Ítalíu og munu þeir leysa tvo geimfara af hólmi sem hafa dvalið í stöðinni að undanförnu. Þremenningarnir munu sinna ýmsum störfum næsta hálfa árið. Meðal annars munu þeir veita bandarískum geimförum viðtöku en það verður fyrsta geimskot Bandaríkjamanna síðan geimferjan Kólumbía sprakk fyrir tveimur árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×