Erlent

Rainier borinn til grafar

Rainier III Mónakófursti var jarðsunginn í gær og fór útförin fram í sömu kirkju og hann gekk að eiga Grace Kelly á sínum tíma. Þau hvíla nú hlið við hlið í grafhýsi fjölskyldunnar. Fjöldi fólks fylgdi furstanum til grafar og voru tólf þjóðhöfðingjar þar á meðal, til dæmis Chirac Frakklandsforseti og Jóhann Karl Spánarkonungur. Augu allra beindust þó að börnum Rainiers, þeim Karólínu, Stefaníu og Albert ríkisarfa. Þau voru að vonum afar sorgmædd við útförina. Einkaathöfn fyrir nánustu ættingja furstans var svo haldin í gærkvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×