Erlent

Hvatt til sakaruppgjafar

Háttsettur klerkur úr hópi súnnía hvatti í gær Jalal Talabani, forseta Íraks, að beygja sig ekki undir þrýsting Bandaríkjamanna heldur láta íraska uppreisnarmenn lausa úr fangelsum. 10.500 meintir uppreisnarmenn eru í haldi í landinu. Þegar Talabani sór embættiseið ýjaði hann að því að íraskir uppreisnarmenn gætu fengið sakaruppgjöf þótt erlendir vígamenn yrðu áfram fangelsaðir. Nokkrar sprengjur voru sprengdar í landinu í gær, einn Íraki beið bana í tilræðunum og tveir bandarískir hermenn. Áhangendur eldklerksins Muqtada al-Sadr mótmæltu hernáminu í Bagdad í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×