Erlent

Kofi slær til baka

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sneri vörn í sókn í gær þegar hann sagði að Bandaríkin og Bretar bæru talsverða ábyrgð á að Saddam Hussein hagnaðist um milljarða króna á olíusmygli á meðan viðskiptaþvinganir SÞ voru í gildi. Í fyrradag voru þrír menn ákærðir fyrir mútugreiðslur í tengslum við olíusöluáætlun SÞ á árunum 1996-2003 og hefur Annan sjálfum gengið illa að hreinsa nafn sitt af áburði um spillingu. Í gær sagði hann hins vegar að Saddam hefði grætt mest á olíusmygli sem voldug ríki litu framhjá en ekki á mútum í tengslum við áætlun SÞ.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×