Erlent

Telja að Ratzinger verði páfi

Þýski kardínálinni Joseph Ratzinger þykir líklegastur til þess að setjast í stól páfa samkvæmt breskum og írskum veðmöngurum. Líkurnar á að hinn 77 ára gamli Ratzinger verði páfi eru 4-1 samkvæmt William Hill veðbankanum í Bretlandi. Írski veðbankinn Paddy Power metur líkurnar enn meiri, eða 3-1, en flestir sem veðja leggja fé við eldri kardínála fremur en þá yngri og telja að kardínálarnir velji ekki mann sem sitji ekki mjög lengi. Í öðru og þriðja sæti hjá báðum veðbönkum eru einnig gamlir menn, Jean-Maire Lustinger, erkibiskup af París, og Carlo Maria Martini, erkibiskup af Mílanó, en þeir eru báðir 78 ára og sagðir heilsuveilir. Kardínálarnir loka sig inni í Sixtínsku á mánudag og koma ekki út fyrr en nýr páfi hefur verið valinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×