Erlent

Flestum starfsmönnum sagt upp

Útlit er fyrir að tæplega fimm þúsund starfsmönnum MG Rover bílaverksmiðjanna í Bretlandi verði sagt upp um helgina, en tilraunir til að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti hafa runnið út í sandinn. Búist er við að um þúsund manns muni starfa áfram hjá fyrirtækinu í Birmingham, í það minnsta tímabundið, en samningaviðræður við kínverska fjárfesta um yfirtöku í síðustu viku fóru út um þúfur og því fór fyrirtækið í greiðslustöðvun. Þá er óttast að fleiri kunni að missa vinnuna þar sem gjaldþrotið hefur einnig áhrif á fjölmarga birgja bílaverksmiðjanna. MG Rover var síðasta stór bílaverksmiðjan í Bretlandi en hún var stofnuð fyrir 101 ári og framleiddi meðal annars hina frægu Mini-bíla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×