Slagurinn harðnar Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 15. apríl 2005 00:01 Formannsslagurinn í samfylkingunni er greinilega að harna og skipting flokksins er að verða ljósari. Það er ekki skipting í vinstri verkalýðsarminn og hægri frjálslynda arminn. Það eru ekki málefnin sem skipta mönnum í tvennt innan flokksins, heldur virðist það einungis vera álit flokksmanna á því hver sé hæfari til að leiða flokkinn, Ingibjörg eða Össur. Það er því spurning um stjórnunarstíl og fylgi við ákveðna einstaklinga sem veldur skiptingunni í þetta skiptið. Skiptingin milli Össurarliðsins og Ingibjargarliðsins er öllum ljós. Það eru nokkrir frammámenn innan flokksins sem ekki er vitað um hvar standa. Þar á meðal er nýtt varaformannsefni flokksins, Ágúst Ólafur Ágústsson, sem ekki vill gefa upp hvorum megin hann stendur. Einnig er óljóst hvar þingmaðurinn Helgi Hjörvar stendur. Sumir segja að hann hafi kápuna á báðum öxlum. Aðrir segja að hann hafi kápuna á hvorugri. Þessi tvískipting flokksins virðist vera að teygja sig inn í varaformannsembættið, að loknu landsþingi. Svona til að halda tvískiptingunni áfram. Mikið er um það rætt að varaformaðurinn verði að koma úr tapliðinu, það er þeim hópi sem ekki sigrar keppnina um formanninn. Því er litið til þeirra sem virðast hæfir, og vitað er til að tilheyrir öðrum hvorum hópnum. Ákall til Jóhönnu til að bjóða sig fram til varaformanns er ákall til þess að einhver úr stuðningshópi Össurar komist til einhverra valda ef Ingibjörg hrósar sigri. Svipað ákall mun að öllum líkindum koma frá herbúðum Ingibjargar ef hún nær ekki kjöri. Ástæða skiptingarinnar, eins og áður sagði, er ekki málefnaágreiningur. Ástæða tvískiptingarinnar er mun frekar ósk um vald, eða hræðsla um að missa vald. Fólk í báðum hópum óttast eflaust að ef hinn aðilinn vinnur, þá munu þeir þingmenn sem studdu "tapliðið" ekki vera í ráðherrahópi formannsins. Því verður að tryggja varaformanninn til að tryggja sæti ef flokkurinn lendir í ríkisstjórn. Hvað á þá að gera við svona frambjóðendur til varaformanns eins og Ágúst Ólaf sem ætlar sér að halda sig fyrir utan ISG-ÖS slaginn? Sumir myndu telja að hann væri góður kostur til að viðhalda ekki tvískiptingunni. Þessar tvær valdablokkir sem fyrir eru í flokknum vilja samt örugglega halda sínu striki áfram. Spurningin er því bara, er hægt að sameina Samfylkinguna aftur? Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Formannsslagurinn í samfylkingunni er greinilega að harna og skipting flokksins er að verða ljósari. Það er ekki skipting í vinstri verkalýðsarminn og hægri frjálslynda arminn. Það eru ekki málefnin sem skipta mönnum í tvennt innan flokksins, heldur virðist það einungis vera álit flokksmanna á því hver sé hæfari til að leiða flokkinn, Ingibjörg eða Össur. Það er því spurning um stjórnunarstíl og fylgi við ákveðna einstaklinga sem veldur skiptingunni í þetta skiptið. Skiptingin milli Össurarliðsins og Ingibjargarliðsins er öllum ljós. Það eru nokkrir frammámenn innan flokksins sem ekki er vitað um hvar standa. Þar á meðal er nýtt varaformannsefni flokksins, Ágúst Ólafur Ágústsson, sem ekki vill gefa upp hvorum megin hann stendur. Einnig er óljóst hvar þingmaðurinn Helgi Hjörvar stendur. Sumir segja að hann hafi kápuna á báðum öxlum. Aðrir segja að hann hafi kápuna á hvorugri. Þessi tvískipting flokksins virðist vera að teygja sig inn í varaformannsembættið, að loknu landsþingi. Svona til að halda tvískiptingunni áfram. Mikið er um það rætt að varaformaðurinn verði að koma úr tapliðinu, það er þeim hópi sem ekki sigrar keppnina um formanninn. Því er litið til þeirra sem virðast hæfir, og vitað er til að tilheyrir öðrum hvorum hópnum. Ákall til Jóhönnu til að bjóða sig fram til varaformanns er ákall til þess að einhver úr stuðningshópi Össurar komist til einhverra valda ef Ingibjörg hrósar sigri. Svipað ákall mun að öllum líkindum koma frá herbúðum Ingibjargar ef hún nær ekki kjöri. Ástæða skiptingarinnar, eins og áður sagði, er ekki málefnaágreiningur. Ástæða tvískiptingarinnar er mun frekar ósk um vald, eða hræðsla um að missa vald. Fólk í báðum hópum óttast eflaust að ef hinn aðilinn vinnur, þá munu þeir þingmenn sem studdu "tapliðið" ekki vera í ráðherrahópi formannsins. Því verður að tryggja varaformanninn til að tryggja sæti ef flokkurinn lendir í ríkisstjórn. Hvað á þá að gera við svona frambjóðendur til varaformanns eins og Ágúst Ólaf sem ætlar sér að halda sig fyrir utan ISG-ÖS slaginn? Sumir myndu telja að hann væri góður kostur til að viðhalda ekki tvískiptingunni. Þessar tvær valdablokkir sem fyrir eru í flokknum vilja samt örugglega halda sínu striki áfram. Spurningin er því bara, er hægt að sameina Samfylkinguna aftur? Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun