Straumhvörf á Alþingi 15. apríl 2005 00:01 Samgönguáætlun - Einar Karl Haraldsson varaþingmaður Samfylkingarinnar Umfjöllun á Alþingi um samgönguáætlun til næstu fjögurra ára var fyrir margra hluta sakir afar merkileg. Ekki nóg með að talað væri þvert á flokkslínur heldur var heilögum kúm slátrað til hægri og vinstri. Í fyrsta lagi var blásið á þá kenningu að hægt sé að nota samgönguáætlun til sveiflujöfnunar í sjóðheitu hagkerfi. Einn eða tveir milljarðar til eða frá á ári mælast varla þegar árlegar fjárfestingar og lántökur fyrirtækja og banka eru taldar í hundruðum milljarða og stjórnvöld bæta enn í virkjana- og stóriðjuframkvæmdir. Þvert á móti var talið mikilvægt að útgjöld til vega og samgönguframkvæmda væru sem jöfnust og metnaður lagður í að standa við loforð og áætlanir. Fróðlegt verður að vita hvort þessi nýja hagfræðikenning hlýtur almenna viðurkenningu. Sumir stjórnarþingmenn telja ekki lengur á sig leggjandi að útskýra þann skollaleik fyrir kjósendum sem felst í því að lofa milljörðum til viðbótar í samgöngumál fyrir kosningar og svíkja það síðan að þeim loknum. Í öðru lagi gerðu þingmenn af höfuðborgarsvæðinu uppreisn gegn skiptingu vegafjár. Landsbyggðarkjördæmin hafa um árabil fengið um 80% í sinn hlut en höfuðborgarsvæðið um 20%. Þetta hlutfall er ósanngjarnt hvernig sem á það er litið og ljóst af umræðunni að við það verður ekki unað. Fjórir af hverjum fimm bílum landsmanna eru á höfuðborgarsvæðinu og um helmingur landsmanna. Sennilegt verður að telja að í framhaldi af þessari uppreisn muni þingmenn á höfuðborgarsvæðinu bindast samtökum um að knýja á um stærri sneið af kökunni. Ekki þarf að tíunda það að arðsemi vegaframkvæmda og öryggisumbóta á þessu svæði og tengingu þess við Suðurnes, Árborgarsvæðið og Borgarfjörð er margföld á við framkvæmdir í dreifðari byggðum. Í þriðja lagi eru að verða straumhvörf í umræðunni um flugvöll í Vatnsmýrinni. Það var augljóst af ræðum nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að verið er að undirbúa stefnubreytingu. Það má heita öruggt að borgarstjórnarflokkur þeirra setji það á oddinn í næstu kosningum að flugvöllurinn hverfi úr Vatnsmýrinni og verðmætasta byggingarland Íslands verði nýtt til þess að styrkja og bæta borgarbyggðina. Margir sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa skilið rökin fyrir því að borgin endurheimti Vatnsmýrina og flytja þau nú af miklum þrótti. Athyglisvert var að enginn þeirra Sigurðar Kára Kristjánssonar, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar né Péturs Blöndal hafði nokkurn áhuga á því samkomulagi sem samgönguráðherra og borgarstjóri hafa nýlega kynnt, enda virðist það vera biðleikur í pattstöðu. Þeir vilja flugstarfsemina burt, annaðhvort á annan stað á höfuðborgarsvæðinu eða til Keflavíkur. Sumir koma seint á ballið, en þó áður en samgönguráðherra leikur síðasta lagið,sem er bygging flugstöðvar til þess að festa flugvöllinn í Vatnsmýrinni næstu áratugi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Samgönguáætlun - Einar Karl Haraldsson varaþingmaður Samfylkingarinnar Umfjöllun á Alþingi um samgönguáætlun til næstu fjögurra ára var fyrir margra hluta sakir afar merkileg. Ekki nóg með að talað væri þvert á flokkslínur heldur var heilögum kúm slátrað til hægri og vinstri. Í fyrsta lagi var blásið á þá kenningu að hægt sé að nota samgönguáætlun til sveiflujöfnunar í sjóðheitu hagkerfi. Einn eða tveir milljarðar til eða frá á ári mælast varla þegar árlegar fjárfestingar og lántökur fyrirtækja og banka eru taldar í hundruðum milljarða og stjórnvöld bæta enn í virkjana- og stóriðjuframkvæmdir. Þvert á móti var talið mikilvægt að útgjöld til vega og samgönguframkvæmda væru sem jöfnust og metnaður lagður í að standa við loforð og áætlanir. Fróðlegt verður að vita hvort þessi nýja hagfræðikenning hlýtur almenna viðurkenningu. Sumir stjórnarþingmenn telja ekki lengur á sig leggjandi að útskýra þann skollaleik fyrir kjósendum sem felst í því að lofa milljörðum til viðbótar í samgöngumál fyrir kosningar og svíkja það síðan að þeim loknum. Í öðru lagi gerðu þingmenn af höfuðborgarsvæðinu uppreisn gegn skiptingu vegafjár. Landsbyggðarkjördæmin hafa um árabil fengið um 80% í sinn hlut en höfuðborgarsvæðið um 20%. Þetta hlutfall er ósanngjarnt hvernig sem á það er litið og ljóst af umræðunni að við það verður ekki unað. Fjórir af hverjum fimm bílum landsmanna eru á höfuðborgarsvæðinu og um helmingur landsmanna. Sennilegt verður að telja að í framhaldi af þessari uppreisn muni þingmenn á höfuðborgarsvæðinu bindast samtökum um að knýja á um stærri sneið af kökunni. Ekki þarf að tíunda það að arðsemi vegaframkvæmda og öryggisumbóta á þessu svæði og tengingu þess við Suðurnes, Árborgarsvæðið og Borgarfjörð er margföld á við framkvæmdir í dreifðari byggðum. Í þriðja lagi eru að verða straumhvörf í umræðunni um flugvöll í Vatnsmýrinni. Það var augljóst af ræðum nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að verið er að undirbúa stefnubreytingu. Það má heita öruggt að borgarstjórnarflokkur þeirra setji það á oddinn í næstu kosningum að flugvöllurinn hverfi úr Vatnsmýrinni og verðmætasta byggingarland Íslands verði nýtt til þess að styrkja og bæta borgarbyggðina. Margir sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa skilið rökin fyrir því að borgin endurheimti Vatnsmýrina og flytja þau nú af miklum þrótti. Athyglisvert var að enginn þeirra Sigurðar Kára Kristjánssonar, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar né Péturs Blöndal hafði nokkurn áhuga á því samkomulagi sem samgönguráðherra og borgarstjóri hafa nýlega kynnt, enda virðist það vera biðleikur í pattstöðu. Þeir vilja flugstarfsemina burt, annaðhvort á annan stað á höfuðborgarsvæðinu eða til Keflavíkur. Sumir koma seint á ballið, en þó áður en samgönguráðherra leikur síðasta lagið,sem er bygging flugstöðvar til þess að festa flugvöllinn í Vatnsmýrinni næstu áratugi.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar