Er ofbeldið einkamál? 23. júní 2005 00:01 Þegar dómur fellur yfir barnaníðingi birtast af því fréttir í fjölmiðlum og allir eru á eitt sáttir um að birta eigi frétt af slíkum dómi. Hversu miklar upplýsingar um málið eiga að birtast er hins vegar eitthvað sem fólk deilir um. Deilt hefur verið um hvort birta eigi nafn glæpamannsins. Ef birt er nafn glæpamanns sem rænir banka af hverju á þá ekki að birta nafn manns sem framdi glæp gegn börnum? Mál sem kemur fyrir dóm er sjaldnast einkamál fólks, því hlutverk dómstóla er að vera almenningur í óeiginlegum skilningi. Samfélagið setur skilyrði, m.a. með lögunum um það hvað er rétt og rangt og maður sem brýtur gegn lögum samfélagsins brýtur gegn samfélaginu og þar af leiðandi er það ekki einkamál hans og ætti hann ekki að njóta nafnleyndar. Annað sem er umdeilanlegt er það hversu nákvæmar lýsingar eigi að birtast af glæpnum. Helstu rökin gegn því að nákvæm lýsing sé birt í fjölmiðlum er fyrst og fremst sú að taka þurfi tillit til barnanna sem beitt voru kynferðislegu ofbeldi og aðstandenda þeirra. Önnur rök eru að vernda þurfi lesendur gegn glæpnum. Ef maður dansar við djöfulinn, breytir það honum ekkert en það breytir manni sjálfum að eilífu. Vitneskja um hræðilegan glæp getur haft djúpstæð sálræn áhrif á fólk,en mun engu breyta um hegðun glæpamanna. Þegar börn eru beitt kynferðilslegu ofbeldi þurfa lýsingarnar ekki að vera mjög nákvæmar, ekki þarf að láta mörg orð falla til að fólk átti sig á hvað átti sér stað. Að flestu fólki sækir hrollur þegar það les lýsingar á hrottafengnum glæp og það er hlutverk fjölmiðla að taka ekki á slíku með silkihönskum, en það er vel hægt án þess að fara í mjög nákvæmar lýsingar. Hvað varðar tillitssemi við börnin og aðstandendur ber fjölmiðlum siðferðisleg skylda til að fara vel með efnið og meta hverju sinni hvað sé rétt að gera. Nákvæmar lýsingar eru alltaf viðkvæmar, bæði gagnvart aðstandendum og lesendum. Ætíð ber að gæta virðingar í málum sem þessum og setja efnið fram á smekklegan máta, ef það er mögulegt. Orðalag og framsetning skiptir miklu máli, og eins þarf að gæta hlutleysis. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er alltaf alvarlegt og það eitt nægir að segja að maður hafi verið dæmdur fyrir að beita barn kynferðislegu ofbeldi. Hvað nákvæmlega gerðist er ekki þörf á að lýsa, vegna þess að það bætir í raun engu við fréttina. Ekki frekar en nákvæmar lýsingar af hvernig maður sem í alvarlegu bílslysi hlaut áverka sína, það nægir að segja að hann hafi slasast lífshættulega. Ofbeldi er ekki einkamál, þar sem samfélagið ber sameiginlega ábyrgð á því ofbeldi sem í því þrífst. Með fréttum af kynferðislegu ofbeldi gegn börnum er fólk vakið til vitundar um ofbeldið og í raun kallað til ábyrgðar. Spurning eins og , "hvað er það í okkar menningu sem veldur því að svona glæpir eiga sér stað?", ætti að vakna en ekki "hvað gerðist nákvæmlega?". Kristín Eva Þórhallsdóttir - kristineva@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Kristín Eva Þórhallsdóttir Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Þegar dómur fellur yfir barnaníðingi birtast af því fréttir í fjölmiðlum og allir eru á eitt sáttir um að birta eigi frétt af slíkum dómi. Hversu miklar upplýsingar um málið eiga að birtast er hins vegar eitthvað sem fólk deilir um. Deilt hefur verið um hvort birta eigi nafn glæpamannsins. Ef birt er nafn glæpamanns sem rænir banka af hverju á þá ekki að birta nafn manns sem framdi glæp gegn börnum? Mál sem kemur fyrir dóm er sjaldnast einkamál fólks, því hlutverk dómstóla er að vera almenningur í óeiginlegum skilningi. Samfélagið setur skilyrði, m.a. með lögunum um það hvað er rétt og rangt og maður sem brýtur gegn lögum samfélagsins brýtur gegn samfélaginu og þar af leiðandi er það ekki einkamál hans og ætti hann ekki að njóta nafnleyndar. Annað sem er umdeilanlegt er það hversu nákvæmar lýsingar eigi að birtast af glæpnum. Helstu rökin gegn því að nákvæm lýsing sé birt í fjölmiðlum er fyrst og fremst sú að taka þurfi tillit til barnanna sem beitt voru kynferðislegu ofbeldi og aðstandenda þeirra. Önnur rök eru að vernda þurfi lesendur gegn glæpnum. Ef maður dansar við djöfulinn, breytir það honum ekkert en það breytir manni sjálfum að eilífu. Vitneskja um hræðilegan glæp getur haft djúpstæð sálræn áhrif á fólk,en mun engu breyta um hegðun glæpamanna. Þegar börn eru beitt kynferðilslegu ofbeldi þurfa lýsingarnar ekki að vera mjög nákvæmar, ekki þarf að láta mörg orð falla til að fólk átti sig á hvað átti sér stað. Að flestu fólki sækir hrollur þegar það les lýsingar á hrottafengnum glæp og það er hlutverk fjölmiðla að taka ekki á slíku með silkihönskum, en það er vel hægt án þess að fara í mjög nákvæmar lýsingar. Hvað varðar tillitssemi við börnin og aðstandendur ber fjölmiðlum siðferðisleg skylda til að fara vel með efnið og meta hverju sinni hvað sé rétt að gera. Nákvæmar lýsingar eru alltaf viðkvæmar, bæði gagnvart aðstandendum og lesendum. Ætíð ber að gæta virðingar í málum sem þessum og setja efnið fram á smekklegan máta, ef það er mögulegt. Orðalag og framsetning skiptir miklu máli, og eins þarf að gæta hlutleysis. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er alltaf alvarlegt og það eitt nægir að segja að maður hafi verið dæmdur fyrir að beita barn kynferðislegu ofbeldi. Hvað nákvæmlega gerðist er ekki þörf á að lýsa, vegna þess að það bætir í raun engu við fréttina. Ekki frekar en nákvæmar lýsingar af hvernig maður sem í alvarlegu bílslysi hlaut áverka sína, það nægir að segja að hann hafi slasast lífshættulega. Ofbeldi er ekki einkamál, þar sem samfélagið ber sameiginlega ábyrgð á því ofbeldi sem í því þrífst. Með fréttum af kynferðislegu ofbeldi gegn börnum er fólk vakið til vitundar um ofbeldið og í raun kallað til ábyrgðar. Spurning eins og , "hvað er það í okkar menningu sem veldur því að svona glæpir eiga sér stað?", ætti að vakna en ekki "hvað gerðist nákvæmlega?". Kristín Eva Þórhallsdóttir - kristineva@frettabladid.is
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun