Sport

Chelsea íhugar málssókn

Lið Chelsea í ensku Úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur fengið grænt ljós á að höfða mál gegn fyrrum leikmanni sínum Adrian Mutu, sem eins og kunnugt er var rekinn frá félaginu í kjölfar þess að hann var fundinn sekur um neyslu kókaíns. Breska knattspyrnusambandið hefur nú úrskurðað að um hafi verið að ræða vítaverða framkomu hjá leikmanninum og tilkynnti Chelsea að félagið ætti rétt á að höfða mál gegn leikmanninum og jafnvel núverandi liðs hans, um að fá hluta af kaupverði hans endurgreitt að hluta. Mutu kostaði Chelsea 16 milljónir Punda þegar hann kom til þeirra frá Parma á Ítalíu á sínum tíma, en talið er víst að Chelsea gæti átt rétt á að fara fram á að Juventus greiddi þeim allt að helminginn af því kaupverði í skaðabætur. Rúmenski framherjinn var dæmdur í langt keppnisbann í kjölfar brots síns, en verður löglegur aftur með Juventus í næsta mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×