Titillinn til Texas? 11. apríl 2005 00:01 Flestir bjuggust við því að stjörnum prýtt lið Los Angeles Lakers myndi hreppa meistaratitilinn í fyrra, en öskubuskulið Detroit Pistons stal senunni og vann nokkuð öruggan sigur, sem verður að teljast ein af óvæntustu úrslitum í sögu NBA-deildarinnar. Aldrei má afskrifa meistarana sjálfa og eins og sagan ber með sér hefur aðeins einu liði í nær 20 ár ekki tekist að vinna tvo titla í röð. Árið í ár verður hinsvegar ár San Antonio Spurs, sem hefur á að skipa besta liði NBA-deildarinnar. Það verður að teljast Shaquille O´Neal til tekna að með flutningi hans í sólina á Flórída, þegar hann ákvað að ganga til liðs við Miami Heat, skrifaði hann landakortið í NBA upp á nýtt. Það sýnir best hve gríðarlega öflugur leikmaður hann er að hann hefur tekið lið sem var í besta falli efnilegt og gert það að meistaraefni, meðan gamla liðið hans er komið á haugana. Miami fer eins langt og Shaquille O´Neal fer með það, með dyggri aðstoð rísandi stjörnunnar, Dwayne Wade. Meistararnir í Detroit hafa átt í miklu basli í vetur, en það er trú flestra að þegar í úrslitakeppnina er komið, verði vandamál vetrarins skilin eftir heima og einbeitingin höfð í fyrirrúmi. Eins og áður sagði hefur liðið allt til brunns að bera sem sönn meistaralið hafa haft í gegnum tíðina, nema hvað að í liðið vantar sanna súperstjörnu, en það kom hreint ekki að sök í fyrra þegar liðið stormaði í átt að titlinum, öllum að óvörum, og Larry Brown sér til þess að liðið verður erfitt viðureignar. Fleiri lið í Austurdeildinni eru vart til stórræða í úrslitakeppninni. Lið Indiana Pacers hefur háð hetjulega baráttu í vetur, en má sín lítils vegna mannfæðar eftir slagsmálin frægu við Detroit, sem og vegna meiðsla lykilmanna. Chicago Bulls verða án efa það lið sem enginn vill mæta í keppninni, því þeir eru ungir, hungraðir, spila góðan varnarleik og eru vel þjálfaðir, sem er uppskrift að óvæntum úrslitum. Í Vesturdeildinni hafa lið eins og Phoenix Suns, Seattle Supersonics og Dallas Mavericks farið mikinn í vetur, með hraðan og skemmtilegan sóknarleik í fyrirrúmi. Þessi lið geta á góðum degi velgt hvaða liði sem er undir uggum, en sagan undanfarin ár sýnir glöggt fram á að slík lið endast ekki lengi þegar í alvöruna er komið. Eins og Chicago Bulls austanmegin, er Denver Nuggets það lið í Vesturdeildinni sem enginn vill mæta í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, því þeir hafa verið á rosalegri siglingu undanfarið undir stjórn George Karl þjálfara. Þá er ótalið liðið sem ég vil meina að fari alla leið í ár, lið San Antonio Spurs. Spurs hafa á að skipa gríðarlega sterku liði sem í fljótu bragði hefur aðeins tvo veikleika. Skyttur liðsins brugðust þegar liðið féll úr keppni fyrir Lakers í fyrra, í einni rosalegustu seríu í áraraðir og þá hefur vítanýting liðsins verið Akkilesarhæll þess undanfarin ár, en þar fyrir utan er lið San Antonio einfaldlega sterkasta liðið í NBA í dag. Leikaðferð liðsins er einföld, því allar sóknaraðgerðir liðsins fara í gegnum besta leikmann NBA-deildarinnar á síðustu árum, Tim Duncan. Hann er aðalstjarna liðsins og sættir sig við það hlutverk eins og allir aðrir í liðinu. Þeir Tony Parker og Manu Ginobili eru ört vaxandi leikmenn, sem liðið hefur sankað að sér með það fyrir augum að byggja í kringum Duncan og ekki er ónýtt fyrir liðið að vera með menn eins og Robert Horry, Brent Barry, Bruce Bowen og Glenn Robinson honum til aðstoðar. Varnarleikur liðsins er feiknasterkur og leikaðferð liðsins gengur út á að keyra andstæðinga sína í kaf, strax í byrjun leiks. Þegar þetta tekst, sem það yfirleitt gerir, eiga andstæðingarnir litla möguleika á að ná að gera það sem þeir settu upp með og er refsað með hraðaupphlaupum. Varamannabekkur liðsins er ekki sá sterkasti í deildinni, en á honum sitja menn sem þekkja sitt hlutverk til hlítar og vita til hvers af þeim er ætlast. Liðið er þjálfað af hinum stranga snillingi Gregg Popovich, sem hefur tvisvar gert liðið að NBA-meisturum og veit því nákvæmlega hvað til þarf til að ná árangri. Nokkur meiðsli hafa verið að há liðinu að undanförnu og gætu þau að vísu sett eilítið strik í reikninginn, en verði lið Spurs nálægt sínu besta formi á næstu tveimur mánuðum, fer bikarinn til Texas í júní - svo mikið er víst. Baldur Beck - baldur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Flestir bjuggust við því að stjörnum prýtt lið Los Angeles Lakers myndi hreppa meistaratitilinn í fyrra, en öskubuskulið Detroit Pistons stal senunni og vann nokkuð öruggan sigur, sem verður að teljast ein af óvæntustu úrslitum í sögu NBA-deildarinnar. Aldrei má afskrifa meistarana sjálfa og eins og sagan ber með sér hefur aðeins einu liði í nær 20 ár ekki tekist að vinna tvo titla í röð. Árið í ár verður hinsvegar ár San Antonio Spurs, sem hefur á að skipa besta liði NBA-deildarinnar. Það verður að teljast Shaquille O´Neal til tekna að með flutningi hans í sólina á Flórída, þegar hann ákvað að ganga til liðs við Miami Heat, skrifaði hann landakortið í NBA upp á nýtt. Það sýnir best hve gríðarlega öflugur leikmaður hann er að hann hefur tekið lið sem var í besta falli efnilegt og gert það að meistaraefni, meðan gamla liðið hans er komið á haugana. Miami fer eins langt og Shaquille O´Neal fer með það, með dyggri aðstoð rísandi stjörnunnar, Dwayne Wade. Meistararnir í Detroit hafa átt í miklu basli í vetur, en það er trú flestra að þegar í úrslitakeppnina er komið, verði vandamál vetrarins skilin eftir heima og einbeitingin höfð í fyrirrúmi. Eins og áður sagði hefur liðið allt til brunns að bera sem sönn meistaralið hafa haft í gegnum tíðina, nema hvað að í liðið vantar sanna súperstjörnu, en það kom hreint ekki að sök í fyrra þegar liðið stormaði í átt að titlinum, öllum að óvörum, og Larry Brown sér til þess að liðið verður erfitt viðureignar. Fleiri lið í Austurdeildinni eru vart til stórræða í úrslitakeppninni. Lið Indiana Pacers hefur háð hetjulega baráttu í vetur, en má sín lítils vegna mannfæðar eftir slagsmálin frægu við Detroit, sem og vegna meiðsla lykilmanna. Chicago Bulls verða án efa það lið sem enginn vill mæta í keppninni, því þeir eru ungir, hungraðir, spila góðan varnarleik og eru vel þjálfaðir, sem er uppskrift að óvæntum úrslitum. Í Vesturdeildinni hafa lið eins og Phoenix Suns, Seattle Supersonics og Dallas Mavericks farið mikinn í vetur, með hraðan og skemmtilegan sóknarleik í fyrirrúmi. Þessi lið geta á góðum degi velgt hvaða liði sem er undir uggum, en sagan undanfarin ár sýnir glöggt fram á að slík lið endast ekki lengi þegar í alvöruna er komið. Eins og Chicago Bulls austanmegin, er Denver Nuggets það lið í Vesturdeildinni sem enginn vill mæta í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, því þeir hafa verið á rosalegri siglingu undanfarið undir stjórn George Karl þjálfara. Þá er ótalið liðið sem ég vil meina að fari alla leið í ár, lið San Antonio Spurs. Spurs hafa á að skipa gríðarlega sterku liði sem í fljótu bragði hefur aðeins tvo veikleika. Skyttur liðsins brugðust þegar liðið féll úr keppni fyrir Lakers í fyrra, í einni rosalegustu seríu í áraraðir og þá hefur vítanýting liðsins verið Akkilesarhæll þess undanfarin ár, en þar fyrir utan er lið San Antonio einfaldlega sterkasta liðið í NBA í dag. Leikaðferð liðsins er einföld, því allar sóknaraðgerðir liðsins fara í gegnum besta leikmann NBA-deildarinnar á síðustu árum, Tim Duncan. Hann er aðalstjarna liðsins og sættir sig við það hlutverk eins og allir aðrir í liðinu. Þeir Tony Parker og Manu Ginobili eru ört vaxandi leikmenn, sem liðið hefur sankað að sér með það fyrir augum að byggja í kringum Duncan og ekki er ónýtt fyrir liðið að vera með menn eins og Robert Horry, Brent Barry, Bruce Bowen og Glenn Robinson honum til aðstoðar. Varnarleikur liðsins er feiknasterkur og leikaðferð liðsins gengur út á að keyra andstæðinga sína í kaf, strax í byrjun leiks. Þegar þetta tekst, sem það yfirleitt gerir, eiga andstæðingarnir litla möguleika á að ná að gera það sem þeir settu upp með og er refsað með hraðaupphlaupum. Varamannabekkur liðsins er ekki sá sterkasti í deildinni, en á honum sitja menn sem þekkja sitt hlutverk til hlítar og vita til hvers af þeim er ætlast. Liðið er þjálfað af hinum stranga snillingi Gregg Popovich, sem hefur tvisvar gert liðið að NBA-meisturum og veit því nákvæmlega hvað til þarf til að ná árangri. Nokkur meiðsli hafa verið að há liðinu að undanförnu og gætu þau að vísu sett eilítið strik í reikninginn, en verði lið Spurs nálægt sínu besta formi á næstu tveimur mánuðum, fer bikarinn til Texas í júní - svo mikið er víst. Baldur Beck - baldur@frettabladid.is
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun