Innlent

Vandræði vegna gjaldtöku

Vandræðaástand hefur skapast við Leifsstöð vegna þeirrar ákvörðunar flugvallarstjórnar að taka gjald af öllum er nýta sér skammtímastæði við stöðina. Kemst nú enginn inn né út nema greiða gjald fyrir og hefur Félag íslenskra bifreiðareigenda gagnrýnt þessa ákvörðun enda hafa skapast af þessu miklar tafir og vandræði sem ekki voru til staðar áður en gjaldtakan var ákveðin. Hafa sumir félagsmanna orðið fyrir því að bíða jafn lengi eftir að komast inn og út af stæðinu og það tekur að aka til Keflavíkur frá Reykjavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×