Sport

Ferdinand ekki á leið til Chelsea

Orðrómurinn um að varnarmaðurinn Rio Ferdinand ætti í viðræðum við Chelsea hefur verið kæfður í fæðingu af stjórnarformanni Chelsea, Peter Kenyon. Ferdinand sást á veitingahúsi með stjórnarformanninum í vikunni og fréttirnar af fundi þeirra breiddust eins og eldur í sinu út um allt England. Kenyon var fljótur til og hringdi í kollega sinn hjá Manchester United og fullvissaði hann um að það hefði verið alger tilviljun að þeir hittust á veitingastaðnum, hann hefði aðeins verið að spjalla við umboðsmann Ferdinand og sagði að leikmaðurinn hefði birst óvænt á staðnum. Kenyon má ekki við því að svona sögur fari á kreik, því eins og frægt er orðið á lið Chelsea enn yfir höfði sér hugsanlega refsingu fyrir að hafa samkvæmt heimildum átt leynilegan fund með Ashley Cole, leikmanni Arsenal með það fyrir augum að lokka hann til félagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×