Erlent

25.000 hafa yfirgefið heimili sín

Meira en tuttugu og fimm þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín á eyjunni Súmötru á Indónesíu vegna virkni í eldfjallinu Talang. Í morgun voru eldglæringar í fjallinu og eins urðu enn á ný nokkrir litlir jarðskjálftar á svæðinu. Búist er við að enn fleiri íbúar verði fluttir burt frá nágrenni fjallsins þegar líða tekur á daginn. Að sögn embættismanna á svæðinu ber nú þegar á nokkrum vatnsskorti og eins skortir fleiri neyðarskýli til þess að hýsa fólk. Í morgun náði reykmökkurinn meira en einn kílómetra upp af fjallinu og gjóska hefur dreifst í allt að tólf kílómetra fjarlægð. Jarðeðlisfræðingar segja að virknin í fjallinu aukist stöðugt og yfirvöld hafa gefið út viðvaranir vegna þess.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×