Erlent

Ráðgerði eiturefnaárás

Sakadómur Lundúnaborgar hefur dæmt alsírskan flóttamann fyrir samsæri um að fremja eiturefnaárás gegn almenningi. Hann er sagður útsendari Al-Kaída og hafa hlotið þjálfun í búðum þeirra í Afganistan. Kamel Bourgass hefur þegar hlotið lífstíðardóm fyrir að bana lögreglumanni þegar reynt var að handtaka hann fyrir rúmum tveimur árum. Að sögn BBC fann lögregla mikið magn kristpálmafræja í íbúð mannsins, en úr þeim er eiturefnið rísín unnið, auk leiðbeininga um gerð einfaldra efnavopna. Meintir vitorðsmenn Bourgass voru sýknaðir af aðild af málinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×