Erlent

Banvæn veira send fyrir mistök

MYND/E.Ól.
Fjögur þúsund rannsóknarstofum í átján löndum hefur verið gert að eyða sýnishornum af banvænni inflúensuveiru sem rannsóknarstofunum voru send fyrir mistök í tilraunabúnaði frá meinafræðingum í Bandaríkjunum. Þessi stofn inflúensuveirunnar varð fjórum milljónum manna að bana í lok sjötta áratugar síðustu aldar en hans hefur ekki orðið vart síðan árið 1968. Fólk sem er fætt eftir það hefur ekki mótefni gegn veirunni og því gæti hún valdið miklum skaða ef hún breiddist út. Þegar hefur verið haft samband við allar rannsóknarstofurnar sem fengu sýnishorn af veirunni og vonast er til að alls staðar verði búið að útrýma henni fyrir vikulok.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×