Erlent

Ákærðir fyrir ætluð hryðjuverk

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært þrjá Breta fyrir að hafa lagt á ráðin um stórfelldar hryðjuverkaárásir í New York, New Jersey og Washington á árunum 2000 og 2001. Mennirnir þrír hafa verið í haldi í Bretlandi síðan í ágúst á síðasta ári þar sem þeirra bíða sambærilegar ákærur og í Bandaríkjunum. Mönnunum er gert að sök að hafa skipulagt í þaula hvernig gera mætti sprengju- eða efnavopnaárásir á fjármálabyggingar í New York og Washington. Talið er líklegt að stjórnvöld í Bandaríkjunum fari fram á að þremenningarnir verði framseldir þangað. Það mun þó ekki gerast fyrr en eftir að réttað verður yfir þeim í Bretlandi. Mannanna þriggja gæti beðið allt að lífstíðarfangelsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×