Erlent

Íhuga að banna hakakrossinn

Franco Frattini, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, íhugar að banna notkun hakakrossins, tákn þýskra nasista í tíð Adolfs Hitlers. Frattini sagðist reiðubúinn að taka málið upp á fundi framkvæmdastjórnarinnar í næstu viku. Verði bannið sett gildir það í öllum 25 ríkjum Evrópusambandsins. Orð Frattinis koma í kjölfar þess að Harry prins í Bretlandi var myndaður með hakakrossinn á furðufataskemmtun. Athæfið olli miklu fjaðrafoki og kepptust stjórnmálamenn og fleiri einstaklingar við að fordæma hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×