Er Framsókn að klofna? Guðmundur Magnússon skrifar 17. janúar 2005 00:01 Framsóknarflokkurinn hefur að undanförnu mælst í sögulegu lágmarki í skoðanakönnunum. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup, sem birt var í byrjun þessa mánaðar, nýtur flokkurinn aðeins stuðnings 12% kjósenda. Í alþingiskosningunum fyrir tveimur árum fékk hann 17,7% atkvæða og í kosningunum 1999 fékk hann 18,4%. Framsóknarmenn eru að vonum ekki glaðir yfir þessum tölum en þeir benda á - og það réttilega - að flokknum vegnar yfirleitt betur í raunverulegum kosningum en í könnunum á milli kosninga. Þetta sýnir kannski að hugtakið "genetískir framsóknarmenn" er ekki alveg út í hött. Ekki er ólíklegt að Framsókn kæmi betur út úr fylgiskönnun sem væri gerð þessa dagana þegar flokkurinn "logar stafna á milli í átökum" (eins og það yrði orðað ef verið væri að skrifa frétt um málið í DV). Það stafar af því einkennilega lögmáli stjórnmálanna að flokkur sem á opinberum innbyrðis deilum, þar sem flokksmenn og flokksforingjar standa jafnvel í hávaðarifrildi, snertir einhverja strengi hjá kjósendum; þeir laðast að honum; finnst hann spennandi. Deilur í flokkum eru næstum alltaf ávísun á aukið fylgi - um stund að minnsta kosti; en það fylgi er sveiflukennt og ekki varanlegt. Tímabundnar deilur, sem eru settar niður á skynsamlegan hátt, geta með öðrum orðum verið stjórnmálaflokki til framdráttar. Endalaus átök gera ekki sama gagn; þau draga mátt úr flokkum og eyðileggja þá að lokum. Mörg dæmi eru um þetta hvort tveggja í íslenskri stjórnmálasögu. Auðvitað eru það ýkjur að tala um að Framsókn "logi stafna á milli". Fram hjá hinu verður þó ekki horft að orðahnippingar framsóknarmanna og ummæli ýmissa áhrifamanna í flokknum að undanförnu eru merki um alvarlegt ósamkomulag. Menn utan flokksins eiga erfitt með að átta sig á eðli þessa ágreinings, um hvað hann snýst. En um það eru flestir sammála að hann virðist frekar snúast um menn en málefni. Þó spilar málefnalegur ágreiningur einnig inn í. Með nokkurri einföldun má segja að deilur framsóknarmanna fari fram á tveimur vígstöðvum. Annars vegar í höfuðborginni þar sem lýstur saman Alfreð Þorsteinssyni borgarjarli flokksins og hópi innan framsóknarfélaganna í Reykjavík sem er - og hefur lengi verið - honum andsnúinn. Andstæðingar Alfreðs eru ósáttir við það hvernig hann hefur farið með völd sín í höfuðborginni, finnst hann nær eingöngu hafa skarað eld að eigin köku en ekki hugsað um hagsmuni flokksins. Um réttmæti þessa eiga utanflokksmenn erfitt að dæma. Andstæðingarnir telja að Framsókn hafi ekki mikið á R-lista samstarfinu að græða; skynsamlegra sé að efla flokksfélögin í borginni og bjóða fram undir eigin nafni og númeri. Þeim hugnast ekkert síður samstarf við sjálfstæðismenn en vinstri flokkana, Samfylkingu og Vinstri græna, og benda á að það hafi skilað góðum árangri á Alþingi. Þessir menn vita að forystumenn þeirra á Alþingi og í ríkisstjórn eru þeim í veigamiklum atriðum samstíga. Á landsmálavettvangi virðast takast á fulltrúar gamla og nýja Framsóknarflokksins, dreifbýlis og þéttbýlis, félagshyggju og frjálshyggju, vinstri og hægri. Gamli flokkurinn er reyndar smám saman að deyja út en öðruhverju sýnist lífsmark með honum. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og varaformaður flokksins er gjarnan talinn fremstur meðal jafningja í þessari fylkingu innan flokksins (og eru þá utangarðsmenn eins og Kristinn H. Gunnarsson ekki taldir með). Nú virðast nýframsóknarmenn telja að kominn sé tími á Guðna í varaformannsembættinu. Það telur Guðna sig skynja. Hann og hans menn telja að á flokksþinginu í febrúar verði Árni Magnússon félagsmálaráðherra boðinn fram í embætti varaformanns. Þetta er óvænt uppákomu og ekki skrýtið að Guðna sé brugðið. Hann fór á milli fjölmiðla með ögrandi yfirlýsingar um helgina og lét í það skína að það yrði dýrkeypt að velta sér úr sessi. Viðbrögðin voru hörð: Halldór Ásgrímsson gaf út sérstaka fréttatilkynningu í gær þar sem hann gerði lítið úr orðum Guðna um Íraksmálið. Ritstjóri Morgunblaðsins, sem er sérstakur verndari stjórnarsamstarfsins, setti ofan í við Guðna í Staksteinum. Hann mun mæta óblíðu augnaráði flokksbræðra á næsta þingflokksfundi og loft verður lævi blandið á ríkisstjórnarfundum næstu daga. Í fjölmiðlum í dag segir Árni Magnússon að hann sé ekkert í framboðshugleiðingum. Skjátlaðist Guðna þá eða sneru nýframsóknarmenn við blaðinu þegar þeim varð ljóst að framboðið var ekki tímabært, átti ekki nægilega sterkan hljómgrunn? En ekki er útilokað að annar frambjóðandi komi í ljós.Hvað gerist næst? Hvar endar þetta? Um það skal ekkert fullyrt. Líklegt er að átökin um R-listann verði ekki útkljáð fyrr en í haust þegar undirbúningur borgarstjórnarkosninga vorið 2006 hefst. Meiri líkur en minni eru á því að Framsókn dragi sig út. Þá er valdaskeiði Alfreðs Þorsteinssonar í Reykjavík lokið. Hann mun aldrei reyna sérframboð. En það er svo annar handleggur hvort Framsókn eigi sér viðreisnar von í borginni.Verður Guðna steypt á flokksþingi? Það er ekki hægt að útiloka það. Meira að segja Guðni hefur viðurkennt að Árni Magnússon sé "erfðaprins" flokksins. Sú mótbára verður talin léttvæg að hans tími sé ekki kominn úr því ekki er deilt um manninn sjálfan. En hvort varaformannsslagur, ef til hans kemur, leysi síðan úr læðingi átök um málefni og svo aðra menn á eftir að koma í ljós. Allsherjar ófriður í flokki, sem þykir jafn vænt um áhrif og völd og hefur jafn marga hlöðukálfa á framfæri og Framsókn hefur, er ekki sennileg framvinda.gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur að undanförnu mælst í sögulegu lágmarki í skoðanakönnunum. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup, sem birt var í byrjun þessa mánaðar, nýtur flokkurinn aðeins stuðnings 12% kjósenda. Í alþingiskosningunum fyrir tveimur árum fékk hann 17,7% atkvæða og í kosningunum 1999 fékk hann 18,4%. Framsóknarmenn eru að vonum ekki glaðir yfir þessum tölum en þeir benda á - og það réttilega - að flokknum vegnar yfirleitt betur í raunverulegum kosningum en í könnunum á milli kosninga. Þetta sýnir kannski að hugtakið "genetískir framsóknarmenn" er ekki alveg út í hött. Ekki er ólíklegt að Framsókn kæmi betur út úr fylgiskönnun sem væri gerð þessa dagana þegar flokkurinn "logar stafna á milli í átökum" (eins og það yrði orðað ef verið væri að skrifa frétt um málið í DV). Það stafar af því einkennilega lögmáli stjórnmálanna að flokkur sem á opinberum innbyrðis deilum, þar sem flokksmenn og flokksforingjar standa jafnvel í hávaðarifrildi, snertir einhverja strengi hjá kjósendum; þeir laðast að honum; finnst hann spennandi. Deilur í flokkum eru næstum alltaf ávísun á aukið fylgi - um stund að minnsta kosti; en það fylgi er sveiflukennt og ekki varanlegt. Tímabundnar deilur, sem eru settar niður á skynsamlegan hátt, geta með öðrum orðum verið stjórnmálaflokki til framdráttar. Endalaus átök gera ekki sama gagn; þau draga mátt úr flokkum og eyðileggja þá að lokum. Mörg dæmi eru um þetta hvort tveggja í íslenskri stjórnmálasögu. Auðvitað eru það ýkjur að tala um að Framsókn "logi stafna á milli". Fram hjá hinu verður þó ekki horft að orðahnippingar framsóknarmanna og ummæli ýmissa áhrifamanna í flokknum að undanförnu eru merki um alvarlegt ósamkomulag. Menn utan flokksins eiga erfitt með að átta sig á eðli þessa ágreinings, um hvað hann snýst. En um það eru flestir sammála að hann virðist frekar snúast um menn en málefni. Þó spilar málefnalegur ágreiningur einnig inn í. Með nokkurri einföldun má segja að deilur framsóknarmanna fari fram á tveimur vígstöðvum. Annars vegar í höfuðborginni þar sem lýstur saman Alfreð Þorsteinssyni borgarjarli flokksins og hópi innan framsóknarfélaganna í Reykjavík sem er - og hefur lengi verið - honum andsnúinn. Andstæðingar Alfreðs eru ósáttir við það hvernig hann hefur farið með völd sín í höfuðborginni, finnst hann nær eingöngu hafa skarað eld að eigin köku en ekki hugsað um hagsmuni flokksins. Um réttmæti þessa eiga utanflokksmenn erfitt að dæma. Andstæðingarnir telja að Framsókn hafi ekki mikið á R-lista samstarfinu að græða; skynsamlegra sé að efla flokksfélögin í borginni og bjóða fram undir eigin nafni og númeri. Þeim hugnast ekkert síður samstarf við sjálfstæðismenn en vinstri flokkana, Samfylkingu og Vinstri græna, og benda á að það hafi skilað góðum árangri á Alþingi. Þessir menn vita að forystumenn þeirra á Alþingi og í ríkisstjórn eru þeim í veigamiklum atriðum samstíga. Á landsmálavettvangi virðast takast á fulltrúar gamla og nýja Framsóknarflokksins, dreifbýlis og þéttbýlis, félagshyggju og frjálshyggju, vinstri og hægri. Gamli flokkurinn er reyndar smám saman að deyja út en öðruhverju sýnist lífsmark með honum. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og varaformaður flokksins er gjarnan talinn fremstur meðal jafningja í þessari fylkingu innan flokksins (og eru þá utangarðsmenn eins og Kristinn H. Gunnarsson ekki taldir með). Nú virðast nýframsóknarmenn telja að kominn sé tími á Guðna í varaformannsembættinu. Það telur Guðna sig skynja. Hann og hans menn telja að á flokksþinginu í febrúar verði Árni Magnússon félagsmálaráðherra boðinn fram í embætti varaformanns. Þetta er óvænt uppákomu og ekki skrýtið að Guðna sé brugðið. Hann fór á milli fjölmiðla með ögrandi yfirlýsingar um helgina og lét í það skína að það yrði dýrkeypt að velta sér úr sessi. Viðbrögðin voru hörð: Halldór Ásgrímsson gaf út sérstaka fréttatilkynningu í gær þar sem hann gerði lítið úr orðum Guðna um Íraksmálið. Ritstjóri Morgunblaðsins, sem er sérstakur verndari stjórnarsamstarfsins, setti ofan í við Guðna í Staksteinum. Hann mun mæta óblíðu augnaráði flokksbræðra á næsta þingflokksfundi og loft verður lævi blandið á ríkisstjórnarfundum næstu daga. Í fjölmiðlum í dag segir Árni Magnússon að hann sé ekkert í framboðshugleiðingum. Skjátlaðist Guðna þá eða sneru nýframsóknarmenn við blaðinu þegar þeim varð ljóst að framboðið var ekki tímabært, átti ekki nægilega sterkan hljómgrunn? En ekki er útilokað að annar frambjóðandi komi í ljós.Hvað gerist næst? Hvar endar þetta? Um það skal ekkert fullyrt. Líklegt er að átökin um R-listann verði ekki útkljáð fyrr en í haust þegar undirbúningur borgarstjórnarkosninga vorið 2006 hefst. Meiri líkur en minni eru á því að Framsókn dragi sig út. Þá er valdaskeiði Alfreðs Þorsteinssonar í Reykjavík lokið. Hann mun aldrei reyna sérframboð. En það er svo annar handleggur hvort Framsókn eigi sér viðreisnar von í borginni.Verður Guðna steypt á flokksþingi? Það er ekki hægt að útiloka það. Meira að segja Guðni hefur viðurkennt að Árni Magnússon sé "erfðaprins" flokksins. Sú mótbára verður talin léttvæg að hans tími sé ekki kominn úr því ekki er deilt um manninn sjálfan. En hvort varaformannsslagur, ef til hans kemur, leysi síðan úr læðingi átök um málefni og svo aðra menn á eftir að koma í ljós. Allsherjar ófriður í flokki, sem þykir jafn vænt um áhrif og völd og hefur jafn marga hlöðukálfa á framfæri og Framsókn hefur, er ekki sennileg framvinda.gm@frettabladid.is
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun