Sport

BOLTAVAKTIN

Þrír leikir eru á dagskrá Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu nú kl. 18:00. Við bendum á að hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá öllum leikjunum á BOLTAVAKTINNI hér á Vísi þar sem einnig má sjá byrjunalið og varamenn. Íslandsmeistarar FH fá KR-inga í heimsókn í Kaplakrika, Fylkir keppir við ÍA í Árbænum, Keflavík mætir Þrótti í Keflavík. Leik ÍBV og Grindavíkur hefur verið frestað vegna ófærðar í flugi til Eyja. Sá leikur hefur nú verið settur á fimmtudaginn 18. ágúst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×