Viðskipti innlent

Önnur Depo-verslun í Ríga

Fyrsta Depo-verslunin í Ríga var opnuð í júlí síðastliðnum í sex þúsund fermetra plássi. Jón Helgi segir að búðinni hafi verið vel tekið og tækifærin þarna ytra séu mörg. „Ef við teljum yfirbyggða svæðið við verslunina með þá er húsnæðið nálægt átta þúsund fermetrar. Þetta hefur gengið vel og við erum mög ánægð með móttökurnar,“ segir Jón Helgi. Húsnæðið undir nýju verslunina er leigt af Rúmfatalagernum, sem einnig er með starfsemi í Lettlandi. Depo-verslununum í Lettlandi svipar til verslana Byko sem flestir Íslendingar þekkja. Norvík hefur verið með í ýmsum verkefnum í Eystrasaltslöndunum og setur Depo-verslanirnar upp í Lettlandi í samstarfi við baltneskan fjárfestingarsjóð að sögn Jóns Helga.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×