Erlent

Líkur á björgun fara þverrandi

Enn hefur ekki tekist að bjarga á annað hundrað verkamönnunum úr kolanámunni í Guangdong-héraði í Suður-Kína sem fylltist af vatni á sunnudaginn. Mikið vatn er enn þá í göngunum og hefur gengið illa að dæla því á brott. Líkurnar á því að mennirnir náist á lífi fara því þverrandi. Eigendur námunnar höfðu ekki tilskilin leyfi til rekstrar hennar og því flýðu þeir héraðið þegar fregnir bárust af slysinu. Stjórnvöld leita þeirra nú ákaft enda telja þau þá hafa vanrækt að tryggja öryggi starfsmanna sinna. Stjórnendurnir eru auk þess þeir einu sem vita nákvæman fjölda þeirra sem eru í námunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×