Erlent

Bátum rigndi yfir bæinn

Vatnsstrokkur kom upp að strönd bæjarins Holbæk á norðanverðu Sjálandi á mánudaginn og olli nokkru tjóni. Hrifsaði hann báta til sín og þeytti þeim tugi metra upp í loftið. Bátarnir hröpuðu svo til jarðar í nágrenninu, meðal annars fór einn í gegnum húsþak fimmtíu metra frá höfninni. Lögregla sagði í samtali við sjónvarpsstöðina TV2 að engin meiðsl hefðu orðið á fólki. Vatnsstrokkar verða til þegar skýstrokkar nema við sjávarborðið og soga upp sjó. Slík fyrirbrigði eru sjaldgæf í Danmörku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×