Vex en tapar 8. júní 2005 00:01 Vex en tapar Þegar spjallað er við forstöðumenn ferðaþjónustu á Íslandi er ekki að heyra að greinin eigi í vanda. Hjá Samtökum ferðaþjónustunnar er línan sú að greinin sé í vexti í öllum flokkum sem máli skipta; sífellt fleiri ferðamenn heimsæki landið, gjaldeyristekjur aukist ár frá ári og hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu hækki. Ferðamálaráð talar um markaðssetningu erlendis og áhuga erlendra blaðamanna á að heimsækja landið. Með öðrum orðum: ímyndin er sú að Ísland sé hipp og kúl. Þegar rýnt er í rekstrartölur fyrirtækja í ferðaþjónustu blasir hins vegar önnur sýn við. Reksturinn stendur óvíða undir sér eða, eins og Vilhjálmur Bjarnason hjá Hagstofunni orðar það; arðsemi er bannorð í bransanum. Undirstöðugreinarnar þrjár; flug-, hótel og veitingahúsarekstur standa allar völtum fótum. Hvalaskoðunarferðirnar, sem eiga að vera vaxtabroddurinn í bransanum, skiluðu 87 milljóna króna tapi á árunum 1999 til 2002 og svona mætti áfram telja. En hvernig má þetta vera? Af hverju er staðan eins og hún er? Jú, aðganga að greininni er of auðveld, svo haldið sé áfram að vitna í Vilhjálm. Hver sem er getur hafið rekstur án þess að afkoma eða markaðssetning sé tryggð, fólk fær jafnvel til þess ríkisstyrk. Síðast þegar fréttist átti Byggðastofnun hlut í tíu gistiheimilum á landsbyggðinni. Í fjárlögum ársins 2004 var völdum fyrirtækjum innan ferðaþjónustunnar úthlutað 320 milljónum króna til kaupa á auglýsingum í erlendum fjölmiðlum. Samvinnuverkefni í markaðsmálum segja Samtök ferðaþjónustunnar, ríkisstyrkur segja aðrir. Kjarni málsins er þessi: Ekkert breytist fyrr en atvinnugreinin horfist í augu við vandann. Ef haldið verður áfram að kalla ríkisstyrki samvinnuverkefni í markaðsmálum verður ástandið nákvæmlega eins eftir 20 ár, sama hvort fjöldi ferðamanna tvöfaldast, gjaldeyristekjur þrefaldast og hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu fjórfaldist. Aðeins Albanía fær til sín færri ferðamenn meðal Evrópuþjóða. Einhverjir kynnu að minnast á höfðatölu, en má þá ekki alveg eins tala um fjölda ferðamanna á ferkílómetra? Jón Skaftason - jsk@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Vex en tapar Þegar spjallað er við forstöðumenn ferðaþjónustu á Íslandi er ekki að heyra að greinin eigi í vanda. Hjá Samtökum ferðaþjónustunnar er línan sú að greinin sé í vexti í öllum flokkum sem máli skipta; sífellt fleiri ferðamenn heimsæki landið, gjaldeyristekjur aukist ár frá ári og hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu hækki. Ferðamálaráð talar um markaðssetningu erlendis og áhuga erlendra blaðamanna á að heimsækja landið. Með öðrum orðum: ímyndin er sú að Ísland sé hipp og kúl. Þegar rýnt er í rekstrartölur fyrirtækja í ferðaþjónustu blasir hins vegar önnur sýn við. Reksturinn stendur óvíða undir sér eða, eins og Vilhjálmur Bjarnason hjá Hagstofunni orðar það; arðsemi er bannorð í bransanum. Undirstöðugreinarnar þrjár; flug-, hótel og veitingahúsarekstur standa allar völtum fótum. Hvalaskoðunarferðirnar, sem eiga að vera vaxtabroddurinn í bransanum, skiluðu 87 milljóna króna tapi á árunum 1999 til 2002 og svona mætti áfram telja. En hvernig má þetta vera? Af hverju er staðan eins og hún er? Jú, aðganga að greininni er of auðveld, svo haldið sé áfram að vitna í Vilhjálm. Hver sem er getur hafið rekstur án þess að afkoma eða markaðssetning sé tryggð, fólk fær jafnvel til þess ríkisstyrk. Síðast þegar fréttist átti Byggðastofnun hlut í tíu gistiheimilum á landsbyggðinni. Í fjárlögum ársins 2004 var völdum fyrirtækjum innan ferðaþjónustunnar úthlutað 320 milljónum króna til kaupa á auglýsingum í erlendum fjölmiðlum. Samvinnuverkefni í markaðsmálum segja Samtök ferðaþjónustunnar, ríkisstyrkur segja aðrir. Kjarni málsins er þessi: Ekkert breytist fyrr en atvinnugreinin horfist í augu við vandann. Ef haldið verður áfram að kalla ríkisstyrki samvinnuverkefni í markaðsmálum verður ástandið nákvæmlega eins eftir 20 ár, sama hvort fjöldi ferðamanna tvöfaldast, gjaldeyristekjur þrefaldast og hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu fjórfaldist. Aðeins Albanía fær til sín færri ferðamenn meðal Evrópuþjóða. Einhverjir kynnu að minnast á höfðatölu, en má þá ekki alveg eins tala um fjölda ferðamanna á ferkílómetra? Jón Skaftason - jsk@frettabladid.is
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar