Erlent

Fuglaflensa breiðist enn út

Yfirvöld í Víetnam óttast að óvenjumörg tilfelli fuglaflensu í fólki að undanförnu séu til marks um að sjúkdómurinn sé að blossa upp á ný eftir að hafa verið í rénun í flestum þeirra ríkja Asíu þar sem hans varð vart í fyrra. Tíu ára stúlka varð tólfta fórnarlamb fuglaflensunnar í Víetnam á einum mánuði. Stúlkan lést á sunnudagskvöld eftir að hafa legið á gjörgæsludeild sjúkrahúss í viku. Stúlkan fékk hita og byrjaði að hósta þremur vikum eftir að hafa hjálpað foreldrum sínum að grafa dauða kjúklinga sem fundust í þorpi hennar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×