Erlent

NATO treystir tengslin við Úkraínu

Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantsshafsbandalagsins eru sammála um að efla skuli hernaðar- og pólitíska samvinnu við Úkraínu og gáfu Úkraínumönnum þar með vonir um að geta gengið í bandalagið á næstu árum. NATO ríkin lofuðu að aðstoða Úkraínu við gera nauðsynlegar breytingar til að geta gengið í bandalagið. Þau gengu þó ekki svo langt að lofa Úkraínumönnum inngöngu. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að samkomulagið færi samskipti NATO og Úkraínu á nýtt stig. Utanríkisráðherra Úkraínu fagnar samkomulaginu og segir að hægt sé að ljúka nauðsynlegu umbótum á þremur árum, sumir ráðherrar NATO ríkjanna telja það þó of mikla bjartsýni. Á fundi ráðherranna var einnig staddur Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands og í orðum hans mátti greina að Rússar hafa mildast í andstöðu sinni gagnvart aðild Úkraínu að NATO. "Úkraínu er í sjálfvald sett hverjum hún kýs að vinna með," sagði hann og bætti við að það væru tímabært að samskipti bandalagsins og Rússlands yrðu enn nánari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×