Sport

Andy Todd slapp við refsingu

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur sýknað Andy Todd, leikmann Blackburn af meintu olnbogaskoti sem hann gaf Robin van Persie í bikarleik liðanna um síðustu helgi og sagði ekki nægar ástæður til að sanna að um viljaverk hafi verið að ræða. Málið fékk sérstaka flýtimeðferð hjá sambandinu og því fékk Blackburn ekkert að leggja til málana þegar atvikið var tekið fyrir. Aganefndin úrskurðaði hinsvegar að höggið sem Todd gaf mótherja sínum hafi ekki verið af ásettu ráði og því sleppur hann við þriggja leikja bann sem hann átti yfir höfði sér, hefði hann verið fundinn sekur. Mark Hughes, stjóra Blackburn þótti málsmeðferðin fáránleg. "Við fáum ekkert að leggja til mála í þessu, þó við hefðum undir höndum gögn sem rökstuddu okkar hlið á málinu. Það er fáránlegt að okkur skuli ekki vera gefið tækifæri til að tjá okkar hlið í þessu og ég get bara ekki séð af hverju álit dómarans á málinu vegur svo mikið þyngra heldur en álit allra annara," sagði Hughes fúll.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×