Erlent

Hyggst lækka laun forseta um helming

MYND/AP

Evo Morales, nýkjörinn forseti Bólivíu, hyggst skerða eigin laun um helming þegar hann tekur við völdum í næsta mánuði og segir að ríkisstjórn hans muni gera slíkt hið sama. Þá væntir hann þess að laun þingmanna lækki einnig en þetta er liður í því að takast á við bágt efnahagslíf landsins en þar fátækt mikil.

Forsetinn nýi býst við fjármununum verði varið í velferðarmál, sérstaklega á sviði menntunar. Þá hyggst hann koma á hátekjuskatti í landinu en hinir fátæku í landinu binda miklar vonir við að Morales takist að styrkja efnahag landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×