Erlent

Barn lést í skjálftanum í A-Afríku

Fólk hljóp út á götu þegar skjálftinn reið yfir í Kenía í gær enda óttaðist fólk að hús myndu hrynja.
Fólk hljóp út á götu þegar skjálftinn reið yfir í Kenía í gær enda óttaðist fólk að hús myndu hrynja. MYND/AP

Barn lést og nokkrir eru slasaðir eftir jarðskjálftann sem reið yfir Austur-Afríku í gærdag. Skjálftinn mældist 6,8 á Richter og nokkur hús hrundu í Kongó. Í einu húsanna varð barn undir braki og lést. Það var lán í ólani að upptök skjálftans voru á dreifbýlu svæði og því urðu afleiðingarnar minni en óttast var í fyrstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×