Innlent

Annan skorar á þjóðir heims til aðstoðar

 

Hundruð þúsunda þeirra sem þegar eiga um sárt að binda eftir hamfarirnar í Pakistan, kunna að farast á næstu vikum, ef frekari aðstoð berst ekki áður en harður vetur skellur á.

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skorar á þjóðir heims að láta ekki sitt eftir liggja.

Þær þjóðir sem þegar hafa látið fjármuni og hjálpargögn renna til bágstaddra á hamfarasvæðunum í Pakistan hafa fundað í Genf í Sviss til að reyna að afla meira fjár til hjálparstarfsins. Sameinuðu þjóðirnar segja að dauðinn vofi yfir allt að átta hundruð þúsund manns, ef ekki tekst að tryggja meiri aðstoð frá þjóðum heims. Bresku hjálparsamtökin Oxfam segja að margar af ríkustu þjóðum heimsins hafi brugðist þegar komi að því að aðstoða fórnarlömb jarðskjálftans sem varð í Pakistan fyrir tæpum þremur vikum. Einungis hafi fengist loforð fyrir þriðjungi þess fjár sem Sameinuðu þjóðirnar hafi farið fram á vegna hamfaranna.

Kofi Annan, framkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, segir ástandið vera hræðilegt og þetta sé kapphlaup við tímann. Á næstu vikum fer að snjóa og þá verður mjög kallt en enn hefst fólk við utandyra án húsakjóls. Hann segir mikilvægt sé að bregðast við þar sem það muni snjóa á þessum slóðum innan fárra vikna og því sé nauðsynlegt að aðstoða fólkið. Stofnanirnar leggja sig alla fram við að hjálpa þessu fólki en þær þarfnast stuðnings. Annan segir fólkið þurfi stuðning ríkisstjórna, óbreyttra borgarar og einkafyrirtækja eða allra þeir sem geta séð af evru,pundi eða dal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×