Viðskipti innlent

Viðræður á lokastigi

Danska viðskiptablaðið Börsen telur að samkomulag náist í vikunni um yfirtöku FL Group á danska flugfélaginu Sterling. Blaðið segir í morgun að viðræður séu á lokastigi og tilkynningar sé að vænta fyrir vikulokin. Samruni félaganna kunni að hafa talsverð áhrif á flugstarfssemi i Evrópu, þar sem FL Group eigi 13 prósenta hlut í lággjaldafélaginu EasyJet og nú kunni að skapast grundvöllur fyrir samvinnu EasyJet, Sterling og Icelandair. Til samanburðar á stærð Sterling og Flugleiða, dótturfélags FL Group, þá fluttu Flugleiðir eina og hálfa milljón farþega í fyrra, en Sterling fimm milljónir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×