Kosið um 23 þúsund manna byggð 5. október 2005 00:01 Í sameiningarkosningunum á laugardag taka íbúar við Eyjafjörð afstöðu til þess hvort tímabært sé að sameina öll sveitarfélögin á svæðinu, að undanskildum Grímseyjarhreppi. Þar með yrði til ríflega 23 þúsund manna samfélag við Eyjarfjörð þar sem um 70 prósent íbúanna búa á Akureyri. Stærsta sameiningarkosningin á laugardaginn, með tilliti til fjölda sveitarfélaga, snýst um sameiningu níu sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu. Haldnir voru kynningarfundir í öllum sveitarfélögunum níu og var fundarsókn allgóð á flestum stöðunum. Síðasti kynningarfundurinn var haldinn á Akureyri í gærkvöld og var fundarsókn mjög dræm, en einungis 60 aftæplega 17 þúsund íbúum bæjarins mættu á fundinn. Samkvæmt viðhorfskönnun rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri frá því í febrúar síðastliðnum nýtur hugmyndin um eitt sveitarfélag við Eyjafjörð meira fylgis á meðal íbúa þéttbýlisstaðanna fjögurra en í hinum fimm sveitarfélögunum þar sem byggð er dreifðari. Andstaðan við stórsameiningu í Eyjafirði virðist vera hvað mest í Eyjafjarðarsveit og Grýtubakkahreppi, en á Grenivík sem er í Grýtubakkahreppi er sagt að þeir sem hlynntir séu sameiningu fari með veggjum. Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, segir að íbúar þar óttist mest að svæðið verði jaðarbyggð í þessu stóra sveitarfélagi. Dæmin hafi sýnt það að jaðarbyggðir líði fyrir stöðu sína og þjónusta hafi skerst þar. Grýtubakkahreppur eigi heilmiklar eignir í aflaheimildum og þær hafi verið nýttar til þess að byggja upp atvinnulífið á staðnum. Guðný segir enn fremur að dæmin hafi sýnt það að sveitarfélög hafi ekki legið á sínum aflaheimildum heldur yfirleitt selt þær. Það óttist íbúar á staðnum mest. Guðný segir að Grenvíkingar leiti mikið til Akureyrar nú þegar og henni finnist mjög gott að hafa bæinn í nágrenninu en bæjarfélögin þurfi ekkert endilega að ganga í eina sæng. Fjárhagsstaða sveitarfélaganna er misjöfn en verst er staðan í Ólafsfirðir, Dalvíkurbyggð, Siglufirði og Hörgárbyggð. Erfitt er hins vegar að meta til fulls fjárhagsstöðu sveitarfélaganna þar sem bókfærðar eignir kunna að vera aðrar en markaðsverð þeirra. Slagorð Akureyrarbæjar er: Öll lífsins gæði. Aðspurður, ef það sé satt og rétt, hvort Akureyringar hafi eftir einhverju að slægjast í kosningunum segir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, að hann telji að það sé eftir töluverðu að slægjast fyrir alla íbúa svæðisins, að standa saman sem Eyfirðingar út á við og inn á við og halda málum sínum saman fram sem ein heild fremur en að vera með níu ólíkar, uppbrotnar skoðanir. Sófanías Antonsson, íbúi á Dalvík, segist aðspurður sáttur við að sameinast Akureyringum og telur að helsti ávinningur Dalvíkinga af sameiningunni verði á sviði fjármála, en fjárhagur Dalvíkur hefur verið erfiður. Ásrún Aðalsteinsdóttir, íbúi á Akureyri, segist ætla að hafna sameiningunni þar sem hún telji að litlu sveitarfélögin eigi ekki samleið með Akureyri. Hólmgeir Valdimarsson, íbúi í Eyjafjarðarsveit, segist aðspurður afar hlynntur sameiningu vegna þess að sameinaðir muni Eyfirðingar búa til enn öflugra sveitarfélag heldur en verði nokkurn tíma hægt að áorka í Eyjafjarðarsveit. Árið 1993 var gerð tilraun til stórsameiningar við Eyjafjörð. Þá voru Siglfirðingar ekki inni í myndinni. Í þeim kosningum samþykktu íbúar á Akureyri, í Arnarhreppi og Hrísey sameiningu en íbúar annarra sveitarfélaga við Eyjafjörð voru ekki tilbúnir að sameinast fyrir tólf árum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Í sameiningarkosningunum á laugardag taka íbúar við Eyjafjörð afstöðu til þess hvort tímabært sé að sameina öll sveitarfélögin á svæðinu, að undanskildum Grímseyjarhreppi. Þar með yrði til ríflega 23 þúsund manna samfélag við Eyjarfjörð þar sem um 70 prósent íbúanna búa á Akureyri. Stærsta sameiningarkosningin á laugardaginn, með tilliti til fjölda sveitarfélaga, snýst um sameiningu níu sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu. Haldnir voru kynningarfundir í öllum sveitarfélögunum níu og var fundarsókn allgóð á flestum stöðunum. Síðasti kynningarfundurinn var haldinn á Akureyri í gærkvöld og var fundarsókn mjög dræm, en einungis 60 aftæplega 17 þúsund íbúum bæjarins mættu á fundinn. Samkvæmt viðhorfskönnun rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri frá því í febrúar síðastliðnum nýtur hugmyndin um eitt sveitarfélag við Eyjafjörð meira fylgis á meðal íbúa þéttbýlisstaðanna fjögurra en í hinum fimm sveitarfélögunum þar sem byggð er dreifðari. Andstaðan við stórsameiningu í Eyjafirði virðist vera hvað mest í Eyjafjarðarsveit og Grýtubakkahreppi, en á Grenivík sem er í Grýtubakkahreppi er sagt að þeir sem hlynntir séu sameiningu fari með veggjum. Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, segir að íbúar þar óttist mest að svæðið verði jaðarbyggð í þessu stóra sveitarfélagi. Dæmin hafi sýnt það að jaðarbyggðir líði fyrir stöðu sína og þjónusta hafi skerst þar. Grýtubakkahreppur eigi heilmiklar eignir í aflaheimildum og þær hafi verið nýttar til þess að byggja upp atvinnulífið á staðnum. Guðný segir enn fremur að dæmin hafi sýnt það að sveitarfélög hafi ekki legið á sínum aflaheimildum heldur yfirleitt selt þær. Það óttist íbúar á staðnum mest. Guðný segir að Grenvíkingar leiti mikið til Akureyrar nú þegar og henni finnist mjög gott að hafa bæinn í nágrenninu en bæjarfélögin þurfi ekkert endilega að ganga í eina sæng. Fjárhagsstaða sveitarfélaganna er misjöfn en verst er staðan í Ólafsfirðir, Dalvíkurbyggð, Siglufirði og Hörgárbyggð. Erfitt er hins vegar að meta til fulls fjárhagsstöðu sveitarfélaganna þar sem bókfærðar eignir kunna að vera aðrar en markaðsverð þeirra. Slagorð Akureyrarbæjar er: Öll lífsins gæði. Aðspurður, ef það sé satt og rétt, hvort Akureyringar hafi eftir einhverju að slægjast í kosningunum segir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, að hann telji að það sé eftir töluverðu að slægjast fyrir alla íbúa svæðisins, að standa saman sem Eyfirðingar út á við og inn á við og halda málum sínum saman fram sem ein heild fremur en að vera með níu ólíkar, uppbrotnar skoðanir. Sófanías Antonsson, íbúi á Dalvík, segist aðspurður sáttur við að sameinast Akureyringum og telur að helsti ávinningur Dalvíkinga af sameiningunni verði á sviði fjármála, en fjárhagur Dalvíkur hefur verið erfiður. Ásrún Aðalsteinsdóttir, íbúi á Akureyri, segist ætla að hafna sameiningunni þar sem hún telji að litlu sveitarfélögin eigi ekki samleið með Akureyri. Hólmgeir Valdimarsson, íbúi í Eyjafjarðarsveit, segist aðspurður afar hlynntur sameiningu vegna þess að sameinaðir muni Eyfirðingar búa til enn öflugra sveitarfélag heldur en verði nokkurn tíma hægt að áorka í Eyjafjarðarsveit. Árið 1993 var gerð tilraun til stórsameiningar við Eyjafjörð. Þá voru Siglfirðingar ekki inni í myndinni. Í þeim kosningum samþykktu íbúar á Akureyri, í Arnarhreppi og Hrísey sameiningu en íbúar annarra sveitarfélaga við Eyjafjörð voru ekki tilbúnir að sameinast fyrir tólf árum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira