Viðskipti erlent

Verð á hráolíu hríðlækkaði

Verð á hráolíu hríðlækkaði í Bandaríkjunum í gær. Fatið lækkaði um meira en tvo dollara og er nú komið niður fyrir sextíu og fjóra dollara en var rétt um sjötíu dollarar í aðdraganda fellibylsins Rítu. Aðalástæðan fyrir lækkuninni er einmitt að Ríta hafði minni áhrif á olíuframleiðslu en óttast var, og eins hefur eftirspurn eftir olíu minnkað undanfarna viku. Stóru olíufélögin hér á landi hækkuðu í gær og í fyrradag olíu- og bensínverð og skýrðu hækkunina með hækkun á heimsmarkaði, þannig að nú ætti að vera að skapast svigrúm til að lækka verðið aftur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×