Dagsbirtulampar við þunglyndi í FÁ 13. janúar 2005 00:01 Fjölbrautaskólinn við Ármúla ræðst gegn skammdegisþunglyndi. Keyptir hafa verið dagsbirtulampar fyrir nemendur og starfslið skólans með það að markmiði að fara úr eymdinni í ljósið. Svo góð hafa viðbrögðin verið að dæmi eru um að fólk hafi grátið ef það kemst ekki að lömpunum. Rannsókn sem nemendur Fjölbrautarskólans við Ármúla tóku þátt í á síðasta ári sýndi að upp undir helmingur nemenda verður var við einkenni skammdegisþunglyndis, eins og atorkuleysi, depurð, bráðlyndi, félagsfælni, kvíða, mikla löngun í sætindi og skerta framtakssemi svo fátt eitt sé nefnt. Hlutfallið var mun hærra en búist var við og í kjölfarið var fjárfest í þremur lömpum sem hefur verið komið fyrir á bókasafni skólans, en rannsóknir hafa sýnt að reglubundin ljósameðferð getur stundum spornað við þessum algenga sjúkdómi. Guðrún Narfadóttir, kennslustjóri Ármúlaskóla, segir að birtumeðferðin sé góð leið og ef hún láti fólki líða betur og komi í veg fyri lyfjanotkun sé það frábært. Guðrún segir að frá því að lamparnir hafi verið settir upp í byrjun árs hafi færri komist að en vilja. Það hljóta að geta talist góð viðbrögð að biðraðir hafa myndast á bókasafninu, en viðbrögðin við því að komast ekki í ljósameðferð hafa heldur ekki látið á sér standa. Guðrún segir að ein kona hafi brostið í grát vegna þess að hún hafi ekki komist að. Hugmyndin sé þó ekki að snúast upp í andhverfu sína. Guðrún telur að fólk sæki ekki í lampana nema það finni fyrir breytingu og breytinga sé að vænta, ef þær verði á annað borð, eftir fimm daga í meðferð. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Fjölbrautaskólinn við Ármúla ræðst gegn skammdegisþunglyndi. Keyptir hafa verið dagsbirtulampar fyrir nemendur og starfslið skólans með það að markmiði að fara úr eymdinni í ljósið. Svo góð hafa viðbrögðin verið að dæmi eru um að fólk hafi grátið ef það kemst ekki að lömpunum. Rannsókn sem nemendur Fjölbrautarskólans við Ármúla tóku þátt í á síðasta ári sýndi að upp undir helmingur nemenda verður var við einkenni skammdegisþunglyndis, eins og atorkuleysi, depurð, bráðlyndi, félagsfælni, kvíða, mikla löngun í sætindi og skerta framtakssemi svo fátt eitt sé nefnt. Hlutfallið var mun hærra en búist var við og í kjölfarið var fjárfest í þremur lömpum sem hefur verið komið fyrir á bókasafni skólans, en rannsóknir hafa sýnt að reglubundin ljósameðferð getur stundum spornað við þessum algenga sjúkdómi. Guðrún Narfadóttir, kennslustjóri Ármúlaskóla, segir að birtumeðferðin sé góð leið og ef hún láti fólki líða betur og komi í veg fyri lyfjanotkun sé það frábært. Guðrún segir að frá því að lamparnir hafi verið settir upp í byrjun árs hafi færri komist að en vilja. Það hljóta að geta talist góð viðbrögð að biðraðir hafa myndast á bókasafninu, en viðbrögðin við því að komast ekki í ljósameðferð hafa heldur ekki látið á sér standa. Guðrún segir að ein kona hafi brostið í grát vegna þess að hún hafi ekki komist að. Hugmyndin sé þó ekki að snúast upp í andhverfu sína. Guðrún telur að fólk sæki ekki í lampana nema það finni fyrir breytingu og breytinga sé að vænta, ef þær verði á annað borð, eftir fimm daga í meðferð.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira