Innlent

Sækir um skráningu á frumlyfi

Íslensk erfðagreining hefur sótt um að hefja klínískar rannsóknir á frumlyfinu DG041 hjá bandaríska Matvæla- og lyfjaeftirlitinu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. DG041 er lítil lyfjasameind af nýjum lyfjaflokki sem beint er gegn æðakölkun í fótum. „Eftir því sem ég best veit er DG041 fyrsta lyfið sem er þróað út frá niðurstöðum erfðarannsókna á algengum sjúkdómi. Þetta er líka fyrsta lyfið sem við höfum þróað alfarið upp á eigin spýtur með því að nota þá aðstöðu sem við höfum komið okkur upp til lyfjaþróunar. Það er mikil þörf á nýjum meðferðarúrræðum gegn æðakölkun og DG041 er sértækt lyf sem beint er að líffræðilegum orsökum sjúkdómsins. Mér finnst þetta vera mjög spennandi verkefni sem sýnir hversu fljótt við getum breytt grunnuppgötvun í erfðafræði í nýtt lyf,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×