Erlent

Játar aðild að byltingartilraun

Mark Thatcher, sonur Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur játað að hafa átt þátt í misheppnaðri byltingartilraun í Afríkuríkinu Miðbaugs-Gíneu á síðasta ári. Landið er mjög auðugt af olíu. Sjötíu málaliðar sitja nú í fangelsi í nokkrum Afríkuríkjum vegna þessa máls. Mark Thatcher samdi hins vegar um að borga hálfa milljón dollara í sekt og sleppa við fangelsi. Thatcher hefur búið í Suður-Afríku undanfarin ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×