Innlent

Fundað um erlenda starfsmenn

Fundur verður haldinn í Vinnumálastofnun í dag með fulltrúum frá Impregilo um ráðningu fimmtíu og fjögurra erlendra starfsmanna til starfa við Kárahnjúka og væntanlega um ráðningu enn fleiri útlendinga. Að sögn Morgunblaðsins munu háttsettir yfirmenn úr höfuðstöðvum Impregilo vera komnir til landsins til að sitja fundinn. Eins og fram kom meðal annars í greinargerð ASÍ, sem birt var í gær, vill Impregilo ekki og ætlar ekki að virða íslenskar leikreglur, að mati Alþýðusambandsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×