Erlent

Þurfa ekki matvæli frá S.þ.

Norður-Kóreumenn segjast ekki lengur þurfa matvæli frá Sameinuðu þjóðunum, þó að vannæring sé ennþá viðvarandi vandamál í landinu. Talsmaður stjórnvalda í Norður-Kóreu segir að þeir fái nú nóg af mat úr öðrum áttum og þurfi ekki á því að halda að þiggja aðstoð sem í raun sé bara pólitísk beita. Hann lét að því liggja að Bandaríkjamenn veittu þeim aðstoð til þess að fá þá ofan af kjarnavopnaframleiðslu en í síðustu viku kom einmitt enn eina ferðina babb í bátinn í samningaviðræðum við Norður-Kóreumenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×