Sport

Staða Grindvíkinga erfiðust

Grindavík, ÍBV og Fram berjast um að forðast fall í lokaumferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu í dag. Staða Grindvíkinga er erfiðust en þeir mæta Keflvíkingum á heimavelli en Keflvíkingar berjast um þriðja sætið við Skagamenn sem mæta KR-ingum á Skipaskaga. Vestmannaeyingar fara í Árbæinn og Framarar reyna að forðast fall sjöunda árið í röð. Þeir mæta Íslandsmeistaraliði FH. Grindavík verður að vinna annars fellur liðið. Ef Fram og ÍBV ná stigi eða stigum þá falla Grindavíkingar þrátt fyrir sigur en markatala þeirra er mjög óhagstæð. Þá kveðja Þróttarar deildina með leik gegn Val á Hlíðarenda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×