Erlent

Efnahagsleg áhrif um allan heim

Peter Morici, prófessor í Maryland-háskóla, fylgist með samlegðaráhrifum alþjóðaviðskipta og segir að neytendur um allan heim þurfi að eyða meiri fjármunum í allt frá olíu til flugmiða. "Hækkandi olíuverð í Bandaríkjunum hefur hækkandi áhrif á olíuverð í Evrópu og Asíu," segir Morici. "Bandarískt efnahagskerfi hægir á sér, Bandaríkjamenn kaupa færri vörur frá Evrópu og þannig hefur bandaríska efnahagskerfið hægjandi áhrif á efnahag Evrópuríkja," segir hann. Morici segir að eftirköst fellibyljarins hafi alvarlegustu efnahagslegu afleiðingarnar á hagvöxt í heiminum frá því Íraksstríðið hófst og að neytendur verði að venja sig við þá hugsun að verð lækki ekki fljótlega að nýju. Hækkanirnar séu til langframa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×