Erlent

Fimmtán lifðu af flugslys

Slysið var í suðurhluta borgarinnar Medan í Súmötru og var annað mannskæða flugslysið í Indónesíu á síðustu níu mánuðum. Þotan var af gerðinni Boeing 737-400 og var frá Mandala flugfélaginu á leið til Jakarta. Skýjað var og lítið skyggni þegar vélin flaug inn í húsaröð og rann því næst eftir fjölfarinni umferðargötu. Fréttastofa í Indónesíu segir að vélin hafi flogið á rafmagnsvíra en ekki sé ljóst hvort það hafi valdið slysinu. Eldur kviknaði í þotunni við slysið og stóðu á annan tug íbúðarhúsa í ljósum logum. Þá kviknaði í að minnsta kosti í tíu bílum. Alls voru 116 farþegar og áhöfn um borð í vélinni en talið er að rúmlega 100 farþegar hafi látist og að minnsta kosti þrjátíu á jörðu niðri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×