Erlent

Lítt skemmd í hamförunum

Vísindamenn telja kóralrif við Indlandshaf hafa að langmestu leyti sloppið vel í flóðbylgjunni á annan dag jóla í fyrra. Við strendur Taílands voru 175 kóralrif könnuð með tilliti til skemmda af völdum flóðbylgjunnar og í ljós kom að um sextíu prósent þeirra urðu fyrir engum eða nánast engum skemmdum vegna hamfaranna. Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að kóralrif við norðurhluta Indlandshafs sem liggja á grunnsævi hefðu orðið verst fyrir barðinu á bylgjunni. Þeir eru engu að síður vongóðir um að rifin nái að jafna sig að fullu á innan við áratug.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×