Bloggóð þjóð 26. ágúst 2005 00:01 Það er sennilega fulllangt gengið að segja að enginn sé maður með mönnum nema hann bloggi en það er örugglega óhætt að segja að þjóðin sé orðin bloggóð. 15 þúsund bloggsíður eru skráðar á fólk.is og 59 þúsund einstaklingar eru skráðir fyrir rúmlega 70 þúsund síðum á blog.central.is. Einhverjar síðanna eru væntanlega óvirkar en fjöldinn er eftir sem áður gríðarlegur, ekki síst í ljósi þess að þetta eru aðeins tveir af mörgum vettvöngum bloggara. Bloggin eru vissulega misjafnlega vinsæl en sum draga að hundruð lesenda dag hvern. Á lista yfir fjölsóttustu bloggsíður blog.central.is í gær mátti sjá að Írafár fanclub var með 812 innlit í efsta sæti, í öðru sæti var Room Service með 358 heimsóknir, og þá var klukkan ekki enn orðin þrjú. Sum blogg eru fréttnæmari en önnur. Þannig komst Sigmundur Sigurgeirsson, svæðisstjóri Ríkisútvarpsins á Suðurlandi, að því í fyrradag að það getur verið hættulegt að blogga. Sigmundur heldur úti bloggsíðu sem hann hélt sjálfur að aðeins hann og fáeinir nánir vinir vissu af. Hins vegar komust fjölmiðlar á snoðir um skrif hans þar sem hann fór hörðum orðum um eigendur Baugs og bankastjóra KB-banka. Í kjölfarið ákváðu fréttastjóri fréttastofu útvarps og forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins að honum skyldi ekki lengur treyst fyrir fréttaskrifum og óvíst er með framtíð hans hjá stofnuninni. Aðrir bloggarar komast kannski síður í fréttirnar en geta um margt verið áhugaverðir. Einn þeirra er rithöfundurinn Ágúst Borgþór Sverrisson sem heldur úti bloggsíðu þar sem fylgjast má með skrifum hans, störfum hans á auglýsingastofu, baráttunni við aukakílóin og skoðunum hans á fjölmiðlum og ýmsum dægurmálum. Annar rithöfundur sem gefur almenningi færi á að fylgjast með sér með þessum hætti er Viktor Arnar Ingólfsson sem skrifar reglulega um hvernig skriftirnar ganga, útgáfumál í útlöndum, hljóðbækurnar sem hann hlustar á og gengið í Reykjavíkurmaraþoninu. Svona væri lengi hægt að telja. Svo er auðvitað spurning hvað megi í raun lesa út úr þessu bloggæði þjóðarinnar. Hvers vegna er fólk að tjá sig á netinu um alls konar einkamál í bland við helstu áhugamál og álit sitt á helstu þjóðfélagsmálum? Hvað varð um þá tíma þegar fólk ritaði í dagbækur og geymdi þær á öruggum stað þar sem enginn komst í þær, jafnvel með einhvers konar lás? Spyr sá sem ekki veit og ekki bloggar, nema ef til vill megi telja þetta til bloggs, sem undirritaður telur þó víðsfjarri þar sem hvergi er minnst á einkamál viðkomandi og aðeins fjallað um eitt mjög afmarkað áhugamál. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Skoðanir Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er sennilega fulllangt gengið að segja að enginn sé maður með mönnum nema hann bloggi en það er örugglega óhætt að segja að þjóðin sé orðin bloggóð. 15 þúsund bloggsíður eru skráðar á fólk.is og 59 þúsund einstaklingar eru skráðir fyrir rúmlega 70 þúsund síðum á blog.central.is. Einhverjar síðanna eru væntanlega óvirkar en fjöldinn er eftir sem áður gríðarlegur, ekki síst í ljósi þess að þetta eru aðeins tveir af mörgum vettvöngum bloggara. Bloggin eru vissulega misjafnlega vinsæl en sum draga að hundruð lesenda dag hvern. Á lista yfir fjölsóttustu bloggsíður blog.central.is í gær mátti sjá að Írafár fanclub var með 812 innlit í efsta sæti, í öðru sæti var Room Service með 358 heimsóknir, og þá var klukkan ekki enn orðin þrjú. Sum blogg eru fréttnæmari en önnur. Þannig komst Sigmundur Sigurgeirsson, svæðisstjóri Ríkisútvarpsins á Suðurlandi, að því í fyrradag að það getur verið hættulegt að blogga. Sigmundur heldur úti bloggsíðu sem hann hélt sjálfur að aðeins hann og fáeinir nánir vinir vissu af. Hins vegar komust fjölmiðlar á snoðir um skrif hans þar sem hann fór hörðum orðum um eigendur Baugs og bankastjóra KB-banka. Í kjölfarið ákváðu fréttastjóri fréttastofu útvarps og forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins að honum skyldi ekki lengur treyst fyrir fréttaskrifum og óvíst er með framtíð hans hjá stofnuninni. Aðrir bloggarar komast kannski síður í fréttirnar en geta um margt verið áhugaverðir. Einn þeirra er rithöfundurinn Ágúst Borgþór Sverrisson sem heldur úti bloggsíðu þar sem fylgjast má með skrifum hans, störfum hans á auglýsingastofu, baráttunni við aukakílóin og skoðunum hans á fjölmiðlum og ýmsum dægurmálum. Annar rithöfundur sem gefur almenningi færi á að fylgjast með sér með þessum hætti er Viktor Arnar Ingólfsson sem skrifar reglulega um hvernig skriftirnar ganga, útgáfumál í útlöndum, hljóðbækurnar sem hann hlustar á og gengið í Reykjavíkurmaraþoninu. Svona væri lengi hægt að telja. Svo er auðvitað spurning hvað megi í raun lesa út úr þessu bloggæði þjóðarinnar. Hvers vegna er fólk að tjá sig á netinu um alls konar einkamál í bland við helstu áhugamál og álit sitt á helstu þjóðfélagsmálum? Hvað varð um þá tíma þegar fólk ritaði í dagbækur og geymdi þær á öruggum stað þar sem enginn komst í þær, jafnvel með einhvers konar lás? Spyr sá sem ekki veit og ekki bloggar, nema ef til vill megi telja þetta til bloggs, sem undirritaður telur þó víðsfjarri þar sem hvergi er minnst á einkamál viðkomandi og aðeins fjallað um eitt mjög afmarkað áhugamál. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun