Bloggóð þjóð 26. ágúst 2005 00:01 Það er sennilega fulllangt gengið að segja að enginn sé maður með mönnum nema hann bloggi en það er örugglega óhætt að segja að þjóðin sé orðin bloggóð. 15 þúsund bloggsíður eru skráðar á fólk.is og 59 þúsund einstaklingar eru skráðir fyrir rúmlega 70 þúsund síðum á blog.central.is. Einhverjar síðanna eru væntanlega óvirkar en fjöldinn er eftir sem áður gríðarlegur, ekki síst í ljósi þess að þetta eru aðeins tveir af mörgum vettvöngum bloggara. Bloggin eru vissulega misjafnlega vinsæl en sum draga að hundruð lesenda dag hvern. Á lista yfir fjölsóttustu bloggsíður blog.central.is í gær mátti sjá að Írafár fanclub var með 812 innlit í efsta sæti, í öðru sæti var Room Service með 358 heimsóknir, og þá var klukkan ekki enn orðin þrjú. Sum blogg eru fréttnæmari en önnur. Þannig komst Sigmundur Sigurgeirsson, svæðisstjóri Ríkisútvarpsins á Suðurlandi, að því í fyrradag að það getur verið hættulegt að blogga. Sigmundur heldur úti bloggsíðu sem hann hélt sjálfur að aðeins hann og fáeinir nánir vinir vissu af. Hins vegar komust fjölmiðlar á snoðir um skrif hans þar sem hann fór hörðum orðum um eigendur Baugs og bankastjóra KB-banka. Í kjölfarið ákváðu fréttastjóri fréttastofu útvarps og forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins að honum skyldi ekki lengur treyst fyrir fréttaskrifum og óvíst er með framtíð hans hjá stofnuninni. Aðrir bloggarar komast kannski síður í fréttirnar en geta um margt verið áhugaverðir. Einn þeirra er rithöfundurinn Ágúst Borgþór Sverrisson sem heldur úti bloggsíðu þar sem fylgjast má með skrifum hans, störfum hans á auglýsingastofu, baráttunni við aukakílóin og skoðunum hans á fjölmiðlum og ýmsum dægurmálum. Annar rithöfundur sem gefur almenningi færi á að fylgjast með sér með þessum hætti er Viktor Arnar Ingólfsson sem skrifar reglulega um hvernig skriftirnar ganga, útgáfumál í útlöndum, hljóðbækurnar sem hann hlustar á og gengið í Reykjavíkurmaraþoninu. Svona væri lengi hægt að telja. Svo er auðvitað spurning hvað megi í raun lesa út úr þessu bloggæði þjóðarinnar. Hvers vegna er fólk að tjá sig á netinu um alls konar einkamál í bland við helstu áhugamál og álit sitt á helstu þjóðfélagsmálum? Hvað varð um þá tíma þegar fólk ritaði í dagbækur og geymdi þær á öruggum stað þar sem enginn komst í þær, jafnvel með einhvers konar lás? Spyr sá sem ekki veit og ekki bloggar, nema ef til vill megi telja þetta til bloggs, sem undirritaður telur þó víðsfjarri þar sem hvergi er minnst á einkamál viðkomandi og aðeins fjallað um eitt mjög afmarkað áhugamál. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Skoðanir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sennilega fulllangt gengið að segja að enginn sé maður með mönnum nema hann bloggi en það er örugglega óhætt að segja að þjóðin sé orðin bloggóð. 15 þúsund bloggsíður eru skráðar á fólk.is og 59 þúsund einstaklingar eru skráðir fyrir rúmlega 70 þúsund síðum á blog.central.is. Einhverjar síðanna eru væntanlega óvirkar en fjöldinn er eftir sem áður gríðarlegur, ekki síst í ljósi þess að þetta eru aðeins tveir af mörgum vettvöngum bloggara. Bloggin eru vissulega misjafnlega vinsæl en sum draga að hundruð lesenda dag hvern. Á lista yfir fjölsóttustu bloggsíður blog.central.is í gær mátti sjá að Írafár fanclub var með 812 innlit í efsta sæti, í öðru sæti var Room Service með 358 heimsóknir, og þá var klukkan ekki enn orðin þrjú. Sum blogg eru fréttnæmari en önnur. Þannig komst Sigmundur Sigurgeirsson, svæðisstjóri Ríkisútvarpsins á Suðurlandi, að því í fyrradag að það getur verið hættulegt að blogga. Sigmundur heldur úti bloggsíðu sem hann hélt sjálfur að aðeins hann og fáeinir nánir vinir vissu af. Hins vegar komust fjölmiðlar á snoðir um skrif hans þar sem hann fór hörðum orðum um eigendur Baugs og bankastjóra KB-banka. Í kjölfarið ákváðu fréttastjóri fréttastofu útvarps og forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins að honum skyldi ekki lengur treyst fyrir fréttaskrifum og óvíst er með framtíð hans hjá stofnuninni. Aðrir bloggarar komast kannski síður í fréttirnar en geta um margt verið áhugaverðir. Einn þeirra er rithöfundurinn Ágúst Borgþór Sverrisson sem heldur úti bloggsíðu þar sem fylgjast má með skrifum hans, störfum hans á auglýsingastofu, baráttunni við aukakílóin og skoðunum hans á fjölmiðlum og ýmsum dægurmálum. Annar rithöfundur sem gefur almenningi færi á að fylgjast með sér með þessum hætti er Viktor Arnar Ingólfsson sem skrifar reglulega um hvernig skriftirnar ganga, útgáfumál í útlöndum, hljóðbækurnar sem hann hlustar á og gengið í Reykjavíkurmaraþoninu. Svona væri lengi hægt að telja. Svo er auðvitað spurning hvað megi í raun lesa út úr þessu bloggæði þjóðarinnar. Hvers vegna er fólk að tjá sig á netinu um alls konar einkamál í bland við helstu áhugamál og álit sitt á helstu þjóðfélagsmálum? Hvað varð um þá tíma þegar fólk ritaði í dagbækur og geymdi þær á öruggum stað þar sem enginn komst í þær, jafnvel með einhvers konar lás? Spyr sá sem ekki veit og ekki bloggar, nema ef til vill megi telja þetta til bloggs, sem undirritaður telur þó víðsfjarri þar sem hvergi er minnst á einkamál viðkomandi og aðeins fjallað um eitt mjög afmarkað áhugamál. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun