Erlent

Lögreglumenn skotnir í Bagdad

Fimm lögreglumenn voru skotnir til bana í Bagdad, höfuðborg Íraks í morgun. Tveir lögreglumannanna biðu þess að verða leystir af vakt þegar uppreisnarmenn veittust að lögreglubíl þeirra en skotvopn lögreglumannanna lágu öll í aftursæti bílsins. Þá voru tveir lögreglumenn skotnir til bana á leið til vinnu í morgun og enn einn er hann beið á umferðarljósi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×