Innlent

Íslensk kona hlýtur styrk í Noregi

Þorbjörg Hróarsdóttir hefur starfað undanfarin 10 ár við Universitetet i Tromsø, Noregi. Hún fékk nýlega stóran styrk frá Vísindaráði Noregs til málvísindarannsókna. Kallast verkefnið sem hún vinnur að Syntactic Architecture. Styrkurinn er tæplega 6 miljónir norskar krónur eða um 60 miljónir íslenskra króna. Styrkurinn fjármagnar rannsóknarstöðu fyrir Þorbjörgu í 6 ár, ásamt fjármagni til að ráða doktorsstúdenta, tækjakostnað, ráðstefnukostnað og ferðalög.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×